RÚV 07:16Fílsi og vélarnar III 07:24Haddi og BibbiMörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur. e.
07:26Tölukubbar - EinnLærið um tölustafina með Tölukubbunum!
07:31Hrúturinn Hreinn - Sögur úr FlóamýriStuttir þættir þar sem Hrúturinn Hreinn og vinir hans fara á kostum. e.
07:32Örvar og RebekkaRebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.
07:44Hrúturinn HreinnHrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum í nýjustu seríunni sinni.
08:02Jasmín & JómbiJasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist og njóta tónanna sem óma um Hljómbæ.
08:39Rán og SævarFjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél. e.
08:50StrumparnirGlænýir þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
09:01Monsurnar 1Kári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
09:12Friðþjófur forvitini - Hringhlaup FriðþjófsFriðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.
09:35BréfabærMatthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum. e.
09:46Eldvarnarbangsinn Björn 09:57Eldhugar - Delia Akeley - landkönnuðurStuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, öðrum hefur farið minna fyrir en allar eru þær töffarar og eldhugar. e.
10:00Með okkar augumEinlæg og skemmtileg þáttaröð þar sem fólk með þroskahömlun skoðar málefni líðandi stundar með sínum augum og spyr spurninga á sinn einstaka hátt. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
10:30TónstofanÞættir frá 1990-1992 þar sem íslenskir tónlistarmenn eru sóttir heim.
11:15DiddúUpptaka frá afmælistónleikum Diddúar sem fram fóru í Hörpu í september 2015 og fer Diddú yfir farsælan feril sinn í tveimur þáttum. Í fyrri hluta syngur hún ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands sígild lög og aríur sem eru henni hjartfólgin. Í síðari hluta vendir hún kvæði sínu í kross ásamt einvalaliði söngfélaga og hljóðfæraleikara. Þar stíga þeir Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson á stokk með henni sem hið goðsögulega Spilverk þjóðanna. Einnig koma fram þau Ragnhildur Gísladóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Björgvin Halldórsson. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.
11:55SilfriðSigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
12:50Fréttir með táknmálstúlkun 13:15Kvöldstund með listamanni 1986-1993Þættir úr safni Sjónvarps.
13:55Norskir tónarSinfónía nr. 3 eftir Mendelssohn, sinfónía nr. 2 eftir Mahler, einsöngur rússneska barítónsöngvarans Rodion Pogossov ofl. Norska útvarpshljómsveitin leikur valin meistarastykki undir stjórn Eun Sun Kim.
15:00BrautryðjendurÍ átta þáttum ræðir Þóra Arnórsdóttir við konur sem hafa rutt brautina á hinum ýmsu sviðum mannlífsins. Rætt verður við fyrstu lögreglukonurnar, fyrsta prófessorinn, fyrstu konuna sem leiddi kvennalandslið, fyrsta prestinn, einn fremsta kvikmyndaklippara Íslands, einn fyrsta gullsmiðinn og fyrstu íslensku konuna sem söng lag inn á plötu. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
15:25KveikurKveikur er fréttaskýringaþáttur þar sem áhersla er lögð á rannsóknarblaðamennsku og almennar fréttaskýringar. Ritstjórn og dagskrárgerð: Ingólfur Bjarni Sigfússon, Arnar Þórisson, Bjarni Einarsson, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Karl Newman, Kristín Sigurðardóttir, María Sigrún Hilmarsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
16:05Herör gegn hrotumDanskur heimildaþáttur um hrotur. Talið er að einn af hverjum fimm Dönum hrjóti og meðal þeirra er blaðamaðurinn Oliver Zahle, sem hefur ófáar nætur verið sendur á sófann fyrir þær sakir. Nú hefur hann ákveðið að takast á við hroturnar og komast í leiðinni að ýmsu fróðlegu um þær.
17:00Basl er búskapurDönsk þáttaröð um ungt par sem vill einfalda líf sitt og hefur búskap.
17:30UngmennafélagiðDægurmálaþættir frá 1990. Umsjón: Valgeir Guðjónsson. Stjórnandi: Eggert Gunnarsson.
18:10Rammvillt í ReykjavíkKristín og Arnór kynnast dularfullri stelpu sem grunar sögukennarann um eitthvað skuggalegt. Hvað ætli sé í gangi hjá honum Sigurjóni sögukennara?
18:16HeimilisfræðiNýi heimilsfræðikennarinn hún Hrefna, fer með nemendur sína á matreiðsluferðalag um heiminn í allan vetur, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá ýmsum löndum. e.
18:25Björgunarhundurinn BessíFallegir þættir um samband Önnu og hennar besta vin, björgunarhundinn Bessí.
18:33Víkingaprinsessan GuðrúnVíkingaprinsessan Guðrún býr úti í óbyggðum og á í sterku samband við náttúruna og dýrin. e.
18:38Undraveröld villtu dýranna 18:50LandakortValin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45LandinnÞáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk jafnt í borg sem sveit og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir og Þórdís Claessen. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Jóhannes Jónsson, Björgvin Kolbeinsson og Elfar Örn Egilsson.
20:15Á gamans aldriNýir íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast. Umsjón: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
20:45LjósmóðirinEllefta þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
21:40Babýlon BerlínFjórða þáttaröð þessara þýsku glæpaþátta um lögreglumanninn Gereon Rath frá Köln sem rannsakar undirheima Berlínarborgar á fjórða áratug síðustu aldar. Kreppan mikla er skollin á og nasistar á leið til valda. Aðalhlutverk: Volker Bruch, Liv Lisa Fries og Lars Eidinger. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
22:30Kona í Afríku - Konur í kvikmyndagerðFrönsk kvikmynd frá 2009 í leikstjórn Claire Denis. Maria er hvít, frönsk kona sem rekur hefur kaffiekru um árabil í fyrrverandi nýlendu Frakka í Afríku og fest þar rætur. Þegar blóðugt borgarastríð skellur á yfirgefa franskir friðargæsluliðar landið og biðla til hvítra landeiganda um að gera slíkt hið sama. Flestir fara að þeim tilmælum en Maria þverskallast við. Aðalhlutverk: Isabelle Huppert, Christopher Lambert og Isaach De Bankolé. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.