RÚV07:16Tölukubbar(Numberblocks)Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
07:21Poppý kisukló(Poppy Cat)Fyrir Poppý kisuló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.
07:32Kátur(Claude)Þáttaröð sem byggir á bókaröð eftir Alex T. Smith og segir frá hundinum Káti og öllum hans litríku vinum.
07:44Eðlukrúttin(Dinopaws)Ólíku eðlukrúttin Bubbi, Gunna og Tobbi eru fjörugir og skemmtilegir vinir sem búa í ævintýraheimi þar sem ekkert er ómögulegt.
07:55Bubbi byggir(Bob the Builder)Bubbi byggir og Selma eru mætt í glænýrri þáttaröð ásamt Skófla, Moka, Lofti, Trukki og öllum hinum vinunum. Getum við gert þetta - Hvort við getum.
08:06Lestrarhvutti(Dog Loves Books)Hvutti og Kubbur dýrka bækur og á bókasafninu þeirra leynist ýmislegt skemmtilegt.
08:13Hið mikla Bé(The Mighty B!)Bessí er orkumikil ung stúlka sem safnar skátamerkjum með það að markmiði að verða stórkostlega ofurhetjan Hið mikla Bé!
08:35Stuðboltarnir(Go Jetters)Stuðboltarnir í þotuakademíunni, Súla, Kiddi, Lars og Fúsi, fara á heimshornaflakk til að bjarga þekktum kennileitum frá Galla-Grími. e.
08:46Hvolpasveitin(Paw Patrol V)Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru mætt í sinni fimmtu seríu og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið. e.
09:09Grettir(The Garfield Show)Grettir er latasti köttur í heimi og elskar lasagna. Klassískir þættir þar sem fylgst er með uppátækjum Grettis og félaga.
09:21Stundin okkar(Þessi með dósunum, jóganu og hamborgurunum)Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur. Þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist, ævintýraheimur bókanna og spennuþáttasería eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins. Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson. e.
09:45Húllumhæ(Mannasúpa, Harry Potter, bókstafurinn Ð og heimsmarkmið 3)Í þáttunum Húllumhæ er barnamenning í forgrunni. Við förum í leikhús, hlustum á tónlist, kíkjum í bækur, lærum töfrabrögð og gerum tilraunir. Við förum yfir hvað er framundan um helgina og hoppum svo kát saman inn í helgarfrí. Þáttastjórnandi: Iðunn Ösp Hlynsdóttir. e.
10:00KiljanÞáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson. e.
10:40Skiptiganga kvenna(HM í skíðagöngu)Bein útsending frá keppni í skiptigöngu kvenna á HM í skíðagöngu.
11:40LesblindaÍslensk heimildarmynd um lesblindu. Sylvía Erla Melsted greindist seint lesblind því hún kom sér ung upp aðferðum til að fylla í eyðurnar sem hennar útgáfa af lesblindu skilur eftir í lesskilningi. Í myndinni segir hún sögu sína. Hún hittir sérfræðinga sem fara yfir hvernig hægt er að koma auga á, greina og meðhöndla lesblindu og spjallar við fólk sem lýsir sinni reynslu. Dagskrárgerð: Álfheiður Marta Kjartansdóttir. Framleiðandi: Sagafilm; Tinna Jóhannsdóttir. e.
12:10MúsíkmolarVíkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir leiða áhorfendur í tali og tónum um töfraheima sígildrar tónlistar. Þau spjalla á léttu nótunum um tónlist frá ýmsum tímum auk þess sem Víkingur leikur verk af nýlegum hljómplötum sínum á sviði Eldborgar í Hörpu. e.
12:25Skiptiganga karla(HM í skíðagöngu)Bein útsending frá keppni í skiptigöngu karla á HM í skíðagöngu.
13:50Vikan með Gísla MarteiniGísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Salóme Þorkelsdóttir. e.
14:35Gettu betur(MH - Verzló)Bein útsending frá spurningakeppni framhaldsskólanna. Dómarar: Jóhann Alfreð Kristinsson og Laufey Haraldsdóttir. Spyrill: Kristjana Arnarsdóttir. Dagskrárgerð: Ragnar Eyþórsson. e.
15:35James Cameron: Vísindaskáldskapur í kvikmyndum(James Cameron´s Story of Science Fiction)Heimildarþættir þar sem kvikmyndagerðarmaðurinn James Cameron kannar sögu vísindaskáldskapar í kvikmyndum. Hann ræðir við helstu frumkvöðla og stjörnur á sviði vísindaskáldskapar. e.
16:20MadelineMadeline er bandarísk gamanmynd frá 1998 um rauðhærðu skólastelpuna Madeline sem er einkar lagin við að koma sér í vandræði en er sem betur fer úrræðagóð líka. Kennslukonan hennar er ekkert ánægð með háttalag hennar en vandræðin byrja þó fyrst fyrir alvöru þegar ákveðið er að selja skólann hennar en þá tekur Madeline til sinna ráða. Aðalhlutverk: Frances McDormand, Nigel Hawthorne, Hatty Jones og Ben Daniels. Leikstjóri: Daisy von Scherler. e.
18:01Óargadýr(Deadly Nightmares of Nature)Hin stórskemmtilega og orkumikla Naomi ferðast um heiminn í leit að drungalegum hliðum náttúrunnar. Hún ætlar ekki að láta skrýtin, ógnvænleg eða hættuleg dýr valda sér martröð, hver sem þau eru. e.
18:29Herra Bean(Mr Bean)Sígildir breskar teiknimyndir um ævintýri hins seinheppna herra Bean. e.
18:40Hjá dýralækninum(Vetz)Norskir þættir þar sem fylgst er með dýralæknum að störfum. e.
18:45Landakort(Druslur)Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45Daði og gagnamagniðDaði Freyr Pétursson og félagar í Gagnamagninu flytja framlag Íslands í Eurovisionsöngvakeppninni í ár. Ævintýrið hófst með þátttöku í Söngvakeppninni 2017 og til stóð að hópurinn keppti í fyrra með laginu Think about things þegar hætt var við keppnina. Lagið sló engu að síður rækilega í gegn og þessum heimildarþáttunum verður farið yfir sögu hópsins hingað til og fylgst með undirbúningi fyrir keppnina í Rotterdam. Framleiðsla: Núll og Nix.
20:25My Best Friends Wedding(Brúðkaup besta vinar míns)Gamanmynd frá 1997. Þegar góðvinur Julianne segist vera trúlofaður einsetur hún sér að krækja í hann sjálf þótt aðeins séu nokkrir dagar í brúðkaup hans. Hún skellir sér beina leið til Chicago, þar sem brúðkaupið á að fara fram, og á þeim þremur dögum sem eru til stefnu gerir hún allt sem í hennar valdi stendur til að leggja stein í götu hjónaefnanna. Aðalhlutverk: Julia Roberts, Dermot Mulroney, Cameron Diaz, Rupert Everett, M. Emmet Walsh og Rachel Griffiths. Leikstjóri: P.J. Hogan.
22:10GandhiÆvisöguleg mynd um lögfræðinginn sem varð leiðtogi Indlands í uppreisn gegn breskum yfirráðum með heimspeki um friðsamleg mótmæli að vopni. Leikstjóri: Richard Attenborough. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.