RÚV07:06Smástund(Epli og Kalli litli kónguló)Smástund hentar vel fyrir þau allra yngstu, í hverjum þætti lærum við orð, liti, tölur og tónlist. e.
07:10Tikk Takk(Tik Tak)Vandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða.
07:16Sögur snjómannsins(Yeti Tales)Huggulegir þættir þar sem snjómaðurinn les úr sínum uppáhaldsbókum fyrir litlu mýsnar í bókabúðinni.
07:24Lestrarhvutti(Dog Loves Books)Hvutti og Kubbur dýrka bækur og á bókasafninu þeirra leynist ýmislegt skemmtilegt. e.
07:31Begga og Fress(Peg + Cat)Vinirnir Begga og Fress leika sér að tölum og leysa saman ýmsar þrautir og gátur.
07:44Vinabær Danna tígurs(Daniel Tiger's Neighbourhood)Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
07:56Skotti og Fló(Munki and Trunk)Apinn Skotti og fíllinn Fló eru bestu vinir og bralla ýmislegt skemmtilegt í skóginum ásamt vinum sínum. e.
08:03Hvolpasveitin - Hvolpar bjarga blundi/Hvolpar bjarga eggi Hænulínu(Paw Patrol VI)Sjötta serían af Hvolpsveitinni þar sem uppáhalds hvolparnir okkar lenda í nýjum ævintýrum og leysa skemmtilegt verkefni. e.
08:25Rán - Rún(Tish - Tash)Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir. e.
08:30Klingjur(Clangers III)Ævintýralegir þættir um músafjölskyldu sem býr á lítilli plánetu.
08:40Stuðboltarnir(Go Jetters III)Stuðboltarnir í þotuakademíunni, Súla, Kiddi, Lars og Fúsi, fara á heimshornaflakk til að bjarga þekktum kennileitum frá Galla-Grími. e.
08:51Blæja(Bluey)Blæja er sex ár hundur sem er stútfull af óstoppanlegri gleði. Allir venjulegir hlutir geta orðið ævintýri hjá Blæju og fjölskyldu hennar. e.
08:58Zorro(Zorro the Chronicles)Kærulausi unglingurinn Don Diego þjálfar sig í skylmingum þar sem hann ætlar sér að takast á við það mikla óréttlætti sem samlandar hans eru beittir af ógnarstjórninnisem þar ræður ríkjum. Hann verður framúrskarandi skylmingamaður og tekursér nafnið sem mjög margir þekkja, Zorro.
09:19Stundin okkar(Bannað að stela, slagverk og Íþróttatími)Húsálfurinn Bolli, sem býr á skrifborði hins 11 ára gamla Bjarma, fær óvæntan herbergisfélaga þegar skólaálfurinn Bjalla smyglar sér heim í pennaveskinu. Bolli og Bjalla ákveða að búa til skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar. Í þættinum eru það krakkarnir sem slá í gegn, hvort sem það er við bakstur eða með ofursvala bílskúrsbandinu Stundin rokkar. e.
09:45Húllumhæ(Brot af því besta í vetur, kvikmyndakennsla og Krakkakilja)Í þáttunum Húllumhæ er menning og fjör í forgrunni. Við förum í leikhús, hlustum á tónlist, rýnum í bækur og sjáum hvað unga fólkið í landinu er að fást við. Þáttastjórnendur eru Iðunn Ösp Hlynsdóttir og Árni Beinteinn. e.
10:00Hvað getum við gert?(Ríkasta prósentið)Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm. e.
10:10Gettu betur - Á bláþræðiSkemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem úrvalslið gleðigjafa takast á í léttum og fjörugum spurningaleik í anda Gettu betur. Spyrill: Guðrún Dís Emilsdóttir. Dómari: Örn Úlfar Sævarsson. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson. e.
11:15Skapalón(Vöruhönnun)Ný íslensk þáttaröð þar sem Logi Pedro skoðar heim og sögu íslenskrar hönnunar. Í þáttunum er lögð áhersla á arkitektúr, grafíska hönnun, vöruhönnun og fatahönnun og rætt við starfandi hönnuði í hverri grein um verk þeirra og störf. Framleiðsla: 101 Productions. e.
11:30Upp til agna(Maträddarna)Sænskir þættir um matarsóun og hvernig hægt er að sporna gegn henni. Þáttastjórnendurnir Anna Lundberg og Paul Svensson kynna áhorfendur fyrir óvæntum uppskriftum að dýrindis réttum sem búnir eru til úr hráefni sem annars hefði verið hent. e.
12:30Unga Ísland(1970-1980)Heimildarþættir um unglingamenningu á Íslandi í gegnum tíðina. Hver þáttur spannar einn áratug og eru unglingsárin krufin í gegnum viðtöl við þjóðþekkta Íslendinga. Leikstjórn: Björn B. Björnsson. Framleiðsla: Reykjavík Films. e.
13:00Kastljós(Fréttir vikunnar, hvað er að gerast?)Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Sigríður Dögg Auðunsdótti og Sigríður Halldórsdóttir. e.
13:15Veislan(Austfirðir - Skálanes á Seyðisfirði)Nýir íslenskir lífstíls- og matarþættir þar sem þeir Dóri DNA og Gunnar Karl Gíslason, Michelin-kokkur, ferðast um landið, kynnast áhugaverðu fólki og fræðast um menningu, listir, mat og nýsköpun í nýtingu auðlinda. Á leið sinni á hvern áfangastað safna þeir hráefnum sem Gunnar Karl nýtir til matreiðslu í lok hvers þáttar með dyggri aðstoð heimamanna. Leikstjórn: Hannes Þór Arason. Framleiðsla: Gamli Blakkur, Fígúra og Lilja Jóns. e.
13:40Hnappheldan(Gift)Þorir þú að ræða allt við maka þinn? Í þessum norsku þáttum spyrja hugrökk pör hvort annað óvæntra spurninga. e.
14:00Afmælismót FRÍBein útsending frá kringlukastkeppni á Selfossi þar sem Vésteinn Hafsteinsson, fyrrum Íslandsmethafi í kringlukasti, mætir með strákana sína, Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári.
15:35Íþróttaafrek(Vala Flosadóttir)Brot úr þáttaröðinni Íþróttaafrek Íslendinga. e.
15:50Mótorsport(Rallýcross og torfæra í Hafnafirði)Þáttur um Íslandsmótin í rallý, torfæru og ýmsu öðru. Dagskrárgerð: Bragi Þórðarson.
16:20Selfoss - Afturelding(Bikarkeppni kvenna í fótbolta)Bein útsending frá leik Selfoss og Aftureldingar í 16-liða úrslitum Bikarkeppni kvenna í fótbolta.
18:35Hið sæta sumarlíf(Det søde sommerliv)Mette Blomsterberg er komin í sumarskap og töfrar fram einfalda og sumarlega eftirrétti. e.
18:45Bækur og staðirEgill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu. e.
18:52LottóLottó-útdráttur vikunnar.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45Horfna rafherbergið(Det forsvundne ravkammer)Dönsk leikin þáttaröð fyrir alla fjölskylduna um hinn 12 ára Níels og vini hans sem komast að áformum um að loka skólanum þeirra vegna tilkomu nýrrar hraðbrautar. Þau eru staðráðin í að bjarga skólanum og leita til landeiganda á svæðinu í von um aðstoð. Þar komast þau á snoðir um falinn fjársjóð í neðanjarðarbyrgi frá seinni heimsstyrjöld sem leynist undir lóð landeigandans. Leikstjóri: Søren Balle. Meðal leikenda eru Bertil Karlshøj Smith, Marinus Refnov, Cecilia Loffredo, Safina Coster-Waldau, Tobias Burø og Ella Isabel Camara.
20:15Canterville-draugurinn(The Canterville Ghost)Breskir gamanþættir frá BBC byggðir á sögu eftir Oscar Wilde um bandaríska fjölskyldu sem festir kaup á Canterville-setrinu í Englandi og flyst þangað inn, grunlaus um að reimt sé í húsinu. Aðalhlutverk: Tome Graves, Joe Graves og Caroline Catz.
21:10Geggjuð gleði(La pazza gioia)Margverðlaunuð ítölsk gamanmynd um tvær konur sem eiga fátt sameiginlegt annað en að vera innlagðar á sama geðsjúkrahúsið. Dag einn fá þær tækifæri til að flýja stofnunina og úr verður ógleymanleg ævintýraferð sem hefur djúpstæð áhrif á þær báðar. Leikstjóri: Paolo Virzì. Aðalhlutverk: Valeria Bruni Tedeschi, Micaela Ramazzotti og Valentina Carnelutti.
23:05Judy(Judy)Mynd um bandarísku leikkonuna Judy Garland. Árið 1968, síðasta árið sem hún lifði, fór hún til Lundúna að vetri til til að syngja á röð tónleika, en það hafði selst upp á þá alla. Renée Zellweger hlaut BAFTA, Golden Globe og Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Leikstjóri: Rubert Goold. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e.