RÚV13:00HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni. e.
13:10Fólkið í landinu(Björg í Lóni)Dægurþættir frá árunum 1989-1994. e.
13:35Útsvar 2012-2013(Ísafjarðarbær - Árborg)Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson. e.
14:30Persónur og leikendur(Árni Tryggvason)Þáttaröð frá 2009 þar sem Eva María Jónsdóttir ræðir við nokkra af ástsælustu leikurum þjóðarinnar. Dagskrárgerð: Haukur Hauksson. e.
15:10Út og suðurÞáttaröð frá 2004. Gísli Einarsson fer vítt og breitt um landið og bregður upp svipmyndum af fólki. e.
15:35Af fingrum fram(Raggi Bjarna)Viðtals- og tónlistarþáttaröð í umsjón Jóns Ólafssonar. Jón fær til sín ýmsa tónlistarmenn í spjall og saman laða þeir fram ljúfa tóna. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson. e.
16:15Örlæti(Steinmenn - Akureyri)Fróðlegir skemmtiþættir þar sem Sigtryggur Baldursson fjallar um örnefni á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Dagskrárgerð: Guðlaugur Maggi Einarsson.
16:35Börn hafsinsÍslensk heimildarmynd um hinn landlausa Moken-ættflokk við Andaman-haf í suðaustanverðri Asíu sem notar yfir þúsund ára gamlar veiðiaðferðir við að draga fram lífið. Fólkið kafar niður á 30 metra dýpi án hjálparbúnaðar og heldur niðri í sér andanum í allt að fimm mínútur í senn við fiskveiðar, með einungis spjót sem veiðarfæri. Hið íslenska Profilm-teymi varði sex vikum með Moken-ættflokknum á hinum ýmsu stöðum við ævintýralegar aðstæður, neðan- og ofansjávar. Profilm fékk einstakt tækifæri til þess að kvikmynda þennan magnaða og einangraða menningarheim sem óðum er að hvefa.
Dagskrárgerð: Jóhann Sigfússon. Framleiðendur: Anna Dís Ólafsdóttir og Jóhann Sigfússon. e.
17:25SteinsteypuöldinSteinsteypuöldin er þáttaröð í umsjón Egils Helgasonar og Péturs H. Ármannssonar. Þar er rakin saga byggingarlistar og borgarskipulags í Reykjavík á tuttugustu öld. Þáttaröðin hefst 1915, í stórbrunanum þar sem eyddust fjölmörg timburhús í bænum. Þá hófst tími steinsteypuhúsanna. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson. e.
18:01Lundaklettur(Puffin Rock)Teiknimyndaþættir um litlu lundasystkinin Únu og Bubba sem búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum á eyjunni. e.
18:08Vinabær Danna tígurs(Daniel Tiger's Neighbourhood)Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
18:21Hrúturinn Hreinn(Shaun the Sheep VI)Hrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum í nýjustu seríunni sinni. e.
18:28Hundurinn Ibbi(Hunden Ib)Ibbi er sjálfsöruggur, forvitinn og hefur ótrúlegan áhuga flest öllu því sem fyrirfinnst í daglegu lífi. Hann er mjög hjálpsamur og hleypur iðulega undir bagga með öllum þeim sem þurfa á aðstoð að halda.
18:32Blæja(Bluey)Blæja er sex ár hundur sem er stútfull af óstoppanlegri gleði. Allir venjulegir hlutir geta orðið ævintýri hjá Blæju og fjölskyldu hennar.
18:39Sögur snjómannsins(Yeti Tales)Huggulegir þættir þar sem snjómaðurinn les úr sínum uppáhaldsbókum fyrir litlu mýsnar í bókabúðinni. e.
18:46Eldhugar - Josephine Baker - dansari og mannréttindakona(Brazen)Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, öðrum hefur farið minna fyrir en allar eru þær töffarar og eldhugar. e.
18:50Lag dagsins(Bjartmar Guðlaugsson - Týnda kynslóðin)Íslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:40SumarlandabrotStutt umfjöllun Sumarlandans sem verður á flakki í sumar og hittir landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs-Drífudóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Sigrún Hermannsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir.
19:50Uppreisnarseggir í náttúrunni(Natural Born Rebels)Náttúrulífsþættir þar sem áhorfendur kynnast helstu uppreisnarseggjum dýraríkisins og komast að raun um hvað býr að baki hegðun dýranna.
20:45Hádegisspjall(Lunsj)Stuttir norskir þættir þar sem fólk ræðir alls kyns málefni yfir hádegismatnum.
21:00Ridley Road - Til höfuðs nýnasistum(Ridley Road)Bresk þáttaröð í fjórum hlutum um Vivien Epstein, tvítuga stúlku af gyðingaættum, sem flytur til Lundúna frá Manchester á sjöunda áratugnum í leit að manni sem hún átti í ástarsambandi við. Leitin leiðir hana á hættulegar slóðir og fyrr en varir hefur hún störf sem njósnari innan fasistahreyfingarinnar. Aðalhlutverk: Agnes O'Casey, Rory Kinnear og Tom Varey. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna.
22:20Lífshlaup í tíu myndum - John Lennon(A Life in Ten Pictures)Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem ljósmyndir eru notaðar til að fara yfir lífshlaup þekktra einstaklinga.
23:15FangarLeikin íslensk þáttaröð í sex hlutum í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Líf Lindu og fjölskyldu hennar umturnast þegar hún er færð í kvennafangelsið í Kópavogi eftir að hafa ráðist á föður sinn, þekktan mann úr viðskiptalífinu. Í fangelsinu hittir Linda fyrir aðrar konur sem hafa farið út af sporinu og myndar sambönd sem hafa örlagarík áhrif á líf hennar. Með aðalhlutverk fara: Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir Dýrfjörð, Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Halldóra Geirharðsdóttir. Framleiðsla: Mystery Productions. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. e.