RÚV13:00HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni. e.
13:10SumarlandabrotStutt umfjöllun Sumarlandans sem verður á flakki í sumar og hittir landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs-Drífudóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Sigrún Hermannsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir. e.
13:15Útsvar 2012-2013(Garðabær - Norðurþing)Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson. e.
14:10Árni Magnússon og handritin(Fyrri hluti)Heimildamynd í tveimur hlutum um Árna Magnússon. Fjallað um uppvöxt Árna á Íslandi, menntun og fyrri hluta starfsævi hans hér og í Danmörku. Dagskrárgerð: Sigurgeir Steingrímsson og Jón Egill Bergþórsson. e.
14:50Sumarævintýri Húna(Minningin lifir)Áhöfnin á Húna fór hringinn í kringum landið í júlímánuði 2013 á eikarbátnum Húna II og stoppaði í 16 höfnum. Í þessum þáttum verður kafað dýpra í ferðina og upplifun þeirra fjölmörgu sem komu að ævintýrinu. Rætt er við skipverja, fyrri eigendur Húna II, björgunarsveitarmenn, heimamenn á stöðunum sextán, rokkstjórann, hljóðstjórann og svo auðvitað meðlimi hljómsveitarinnar. Tónlistin fær síðan að óma sem aldrei fyrr. Dagskrárgerð: Janus Bragi Jakobsson, Margrét Blöndal og Felix Bergsson. Framleiðandi: Stórveldið. e.
15:15Á tali hjá Hemma Gunn 1989-1990Skemmtiþáttur þar sem Hemmi Gunn tekur á móti góðum gestum í sjónvarpssal. Slegið er á létta strengi, stiginn dans og sungið. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur af fingrum fram. Stjórn útsendingar: Björn Emilsson. e.
16:30FramapotÍslensk þáttaröð um þær Steineyju og Sigurlaugu sem vita ekkert hvert þær stefna í lífinu. Í þáttunum kynnast þær hvaða nám og störf standa ungu fólki til boða og fá nasasjón af ýmiss konar starfsframa. Dagskrárgerð: Arnór Pálmi Arnarsson. Framleiðsla: Sagafilm. e.
16:55Bækur og staðir(Skarð á Skarðsströnd)Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu. e.
17:00Opnun(Egill Sæbjörnsson og Rebecca Erin Moran)Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Áhorfendum er boðið að fylgjast náið með nokkrum framúrskarandi listamönnum sem veita innsýn í eigin sköpunarferli, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Um hvað snýst myndlist í upphafi 21. aldar? Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson. e.
17:35Veiðikofinn(Lax)Veiðiþættir í umsjá bræðranna Gunnars og Ásmundar Helgasona. Í þáttunum fara þeir á ýmsa veiðistaði, fá aðstoð sérfræðinga og heimafólks og veiða meðal annars ísaldarrurriða á flugu, þorsk af kajak, lax á Vesturlandi, silung á fjöllum og hákarl úr fjöru. Þeir elda allt sem þeir veiða, þó við misjafnar aðstæður og með misjöfnum árangri. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson. e.
18:01Ofurhetjuskólinn(Superheltskolen)Ofurhetjur þurfa líka að setjast á skólabekk. Þessir óvenjulegu fyrstu bekkingar vekja mikla kátínu í þessum norsku ofurhetjuþáttum.
18:17Fótboltastrákurinn Jamie(Jamie Johnson)Fótboltabaráttan heldur áfram og keppast Jamie og félagar um að gera liðið sitt sem sterkast. En með nýjum aðstoðarþjálfara og nýjum liðsmönnum koma ný átök. Bæði á vellinum og utan hans.
18:45KrakkaRÚV - Tónlist(Hamborgarar)Í þessum þætti elda Ylfa og Máni gómsæta hamborgara úr nautakjöti og sojakjöti fyrir grænmetisætur.
Síðan búa þau til mjög einfalda kokteilsósu. e.
18:50Lag dagsins(GDRN - Hugarró)Íslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:40SumarlandabrotStutt umfjöllun Sumarlandans sem verður á flakki í sumar og hittir landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs-Drífudóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Sigrún Hermannsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir.
19:45Ömurleg mamma(Lortemor)Danskir þættir um móðurhlutverkið. Í þáttunum er fjallað um þær miklu breytingar sem fylgja því að verða móðir, kröfurnar sem mæður gera til sjálfra sín og hvernig gengur að samræma móðurhlutverk, fjölskyldulíf og vinnu.
20:15Sætt og gott(Det søde liv)Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
20:35Haltu mér, slepptu mér(Cold Feet VIII)Áttunda þáttaröð af þessum rómantísku gamanþáttum um pör sem tengjast innbyrðis í Manchester á Bretlandi. Leikarar: James Nesbitt, John Thomson, Fay Ripley, Robert Bathurst, Hermione Norris og Ceallach Spellman.
21:25Aldur og yndisþokki(Stolthet og forfall)Norskir gamanþættir um hjúkrunarfræðinginn Merethe sem stendur á tímamótum. Börnin eru flutt að heiman og Mereth og maðurinn hennar geta loksins notið lífsins á ný. En það er ekki eins einfalt og hún bjóst við.
22:20Förum á EMEM kvenna í fótbolta fer fram á Englandi í júlí og þar verður íslenska landsliðið - stelpurnar okkar. Í þáttunum hita hraðfréttadrengirnir Benedikt og Fannar upp fyrir mótið, hitta leikmenn landsliðsins og fá innsýn í líf þeirra innan og utan vallarins. e.
22:50Neyðarvaktin(Chicago Fire VIII)Bandarísk þáttaröð um slökkviliðsmenn og bráðaliða í Chicago en hetjurnar á slökkvistöð 51 víla ekkert fyrir sér. Meðal leikenda eru Jesse Spencer, Taylor Kinney, Kara Killmer og David Eignberg. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna.
23:30FlateyjargátanLeikin íslensk þáttaröð í fjórum hlutum. Árið 1971 ferðast Jóhanna á æskuslóðir sínar í Flatey til þess að ganga frá málum eftir andlát föður síns. Hún tekur upp þráðinn við rannsókn hans á Flateyjargátunni, gátu sem tengist Flateyjarbók og hefur verið óleyst í 600 ár. Við rannsóknir sínar flækist hún í morðmál og neyðist til þess að takast á við drauga fortíðar til þess að sanna sakleysi sitt. Leikstjórn: Björn B. Björnsson. Aðalhlutverk: Lára Jóhanna Jónsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Hilmir Jensson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Framleiðsla: Sagafilm og Reykjavík Films. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. e.