RÚV07:01SmástundSmástund hentar vel fyrir þau allra yngstu, í hverjum þætti lærum við orð, liti, tölur og tónlist. e.
07:06Tikk TakkVandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða. e.
07:11Bursti - Afmælisdagurinn minnBursti er forvitinn og þrjóskur broddgöltur sem býr þar sem litlir hlutir eru stórir.
07:14Vinabær Danna tígursDanni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum. e.
07:26SímonSímon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
07:31Poppý kisuklóFyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar. e.
07:42Hrúturinn HreinnHrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum í nýjustu seríunni sinni.
07:49Háværa ljónið UrriHáværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
07:59KúlugúbbarnirKrúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna. e.
08:23Tillý og vinirTillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.
08:34Jasmín & JómbiJasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist og njóta tónanna sem óma um Hljómbæ.
08:41HvolpasveitinHvolparnir síkátu halda áfram ævintýrum sínum og hafa aldrei verið hressari. e.
09:03Sjóræningjarnir í næsta húsiHressir teiknimyndaþættir um ævintýri sjóræningjanna í Daufhöfn og Matthildi vinkonu þeirra. Byggðir á samnefndum bókum í þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar. e.
09:15Blæja - BúðinBlæja er sex ára hundur sem er stútfull af óstoppanlegri gleði. Allir venjulegir hlutir geta orðið ævintýri hjá Blæju og fjölskyldu hennar. e.
09:22LóaTeiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
09:35ZorroKærulausi unglingurinn Don Diego þjálfar sig í skylmingum þar sem hann ætlar sér að takast á við það mikla óréttlætti sem samlandar hans eru beittir af ógnarstjórninnisem þar ræður ríkjum. Hann verður framúrskarandi skylmingamaður og tekursér nafnið sem mjög margir þekkja, Zorro. e.
09:57Hvernig varð þetta til?Hvernig ætli sumir hlutir sem við erum mjög vön hafi verið fundnir upp? Stórfurðulegu steinaldarmennirnir sýna okkur sínar misheppnuðu tilraunir.
10:00Tónaflóð - Menningarnæturtónleikar 2017Upptaka frá stórtónleikum Rásar 2 á Menningarnótt. Fram komu: Reykjavíkurdætur, Friðrik Dór, Svala Björgvins og hljómsveitin SSSól. Stjórn útsendingar: Egill Eðvarðsson.
13:10KappsmálSkemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
14:05Vikan með Gísla MarteiniGísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
14:55Hvað höfum við gert?Íslensk heimildarþáttaröð í tíu hlutum þar sem loftslagsmál eru útskýrð á mannamáli. Fjallað er um áhrif loftslagsbreytinga á lífríki og samfélög, bæði erlendis og á Íslandi, og afleiðingar þeirra. Í þáttunum eru áhrif neysluhyggju nútímans á loftslagsbreytingar skoðuð og rætt hvaða lausnir mannkynið þarf að koma með, bæði til þess að draga úr þessum breytingum og aðlagast nýjum og sjálfbærari lifnaðarháttum.
15:25Pricebræður á BretlandseyjumMatgæðingarnir og bræðurnir Adam og James Price ferðast um Bretland og töfra fram kræsingar sem eru vinsælar þar í landi.
16:10Fólkið í landinuDægurþættir frá árunum 1989-1994.
16:30GönguleiðirÞættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
16:50Ljóðið mittÞáttaröð frá 1990 þar sem ýmsir kunnir Íslendingar velja sín eftirlætisljóð og skýra frá ástæðum fyrir vali sínu. Umsjón: Pétur Gunnarsson, rithöfundur. Dagskrárgerð: Þór Elís Pálsson.
17:00MótorsportÞáttur um Íslandsmótin í rallý, torfæru og ýmsu öðru. Dagskrárgerð: Bragi Þórðarson.
17:30Fréttir með táknmálstúlkun 17:56Sebastian og villtustu dýr AfríkuVið höfum séð Sebastian Klein vera bitinn, brenndan og stunginn - en nú fer hann til Afríku og kynnist áhugaverðum dýrum. e.
18:11Lesið í líkamannTvíburarnir Dr. Chris og Dr. Xand kynna nokkrar sturlaðar staðreyndir um mannslíkamann og gera skemmtilegar lífræðilegar tilraunir. e.
18:45Lag dagsins úr ásnumHver eru uppáhalds íslensku lögin þín úr ásnum? Í tilefni 40 ára afmælis Rásar 2 geta áhorfendur kosið sitt uppáhald á RUV.is og með því að ná sér í RÚV stjörnur appið.
18:52LottóLottó-útdráttur vikunnar.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45Hetty FeatherSjónvarpsþáttaröð fyrir alla fjölskylduna sem gerist í Lundúnum á Viktoríutímanum. Hetty Feather dvelur enn á Foundling-barnaheimilinu og sem fyrr gengur hún vasklega fram í baráttu sinni gegn harkalegum aðbúnaði barnanna og gegn erkióvininum, hinni illskeyttu og undirförlu Bottomly ráðskonu.
20:15Still AliceBandarísk kvikmynd frá 2014 með Julianne Moore í aðalhlutverki. Alice er þekktur og mikilsvirtur prófessor í málvísindum sem uppgötvar að hún er komin með alzheimersjúkdóminn. Hún þarf, ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum, að takast á við vaxandi afleiðingar sjúkdómsins. Aðalhlutverk: Julianne Moore, Alec Baldwin og Kristen Stewart. Leikstjórar: Richard Glatzer og Wash Westmoreland.
21:55Gone GirlSpennumynd frá 2014 í leikstjórn Davids Fincher. Líf Nicks breytist í martröð þegar kona hans, Amy, hverfur sporlaust. Tilveran umturnast enn frekar þegar hvarfið verður að einum allsherjar fjölmiðlasirkus. En málin vandast þó fyrir alvöru þegar lögreglan telur sig hafa vísbendingar um að Nick eigi mögulega sjálfur þátt í hvarfi eiginkonunnar. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Gillian Flynn. Aðalhlutverk: Ben Affleck, Rosamund Pike og Neil Patrick Harris. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára. e.