RÚV13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
14:00Gettu betur 2005Spyrill er Logi Bergmann Eiðsson, spurningahöfundur og dómari Stefán Pálsson, Steinunn Vala Sigfúsdóttir er stigavörður og Andrés Indriðason annast dagskrágerð og stjórnar útsendingu.
14:50Enn ein stöðinÞáttaröð frá 1998-1999 þar sem Spaugstofufólkið Erla Ruth Harðardóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Linda Ásgeirsdóttir, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson og Sigurður Sigurjónsson bregða á leik. Stjórn upptöku: Björn Emilsson. e.
15:15Stóra sviðiðÍslensk heimildarþáttaröð þar sem áhorfendur fá einstaka sýn inn í töfraheim leikhússins og fylgjast með flóknu sköpunarferli sem á sér stað frá því að leikararnir fá handritið í hendurnar og fram yfir frumsýningu. Dagskrárgerð: Þorsteinn J.
15:50NeytendavaktinNorskir sérfræðingar standa neytendavaktina í fræðandi þáttaröð um heilsu, lífsstíl og neytendamál.
16:20HnappheldanÞorir þú að ræða allt við maka þinn? Í þessum norsku þáttum spyrja hugrökk pör hvort annað óvæntra spurninga.
16:40ÚtúrdúrÍ þáttunum er fjallað um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir.
17:25DjöflaeyjanÞættir frá 2012-2013. Fjallað er um leiklist, kvikmyndir og myndlist með upplýsandi og gagnrýnum hætti. Einnig er farið yfir feril einstakra listamanna. Umsjónarmenn eru Guðmundur Oddur Magnússon, Vera Sölvadóttir, Símon Birgisson og Sigríður Pétursdóttir. Dagskrárgerð: Guðmundur Atli Pétursson og Kolbrún Vaka Helgadóttir.
17:55Ljóðið mittÞáttaröð frá 1990 þar sem ýmsir kunnir Íslendingar velja sín eftirlætisljóð og skýra frá ástæðum fyrir vali sínu. Umsjón: Pétur Gunnarsson, rithöfundur. Dagskrárgerð: Þór Elís Pálsson.
18:06Bakað í myrkriÍ Myrkraeldhúsinu er niðamyrkur og krakkarnir þurfa að keppast um að baka flottustu og ljúffengustu kökuna. En margt býr í myrkinu.
18:35Þorri og Þura - vinir í raunÞorri og Þura er álfar og heimsins bestu vinir. Einn daginn eiga þau von á Eysteini vini sínum en svo bólar ekkert á honum. Þorri og Þura leggja þá af stað í leit að vini sínum. Tónlist: Sigrún Harðardóttir. Leikstjórn og handrit: Agnes Wild. Framleiðandi: Erla Hrund Halldórsdóttir. Aðalhlutverk: Agnes Wild, Sigrún Harðardóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, Sveinn Óskar Ásbjörnsson og Íris Hólm. e.
18:50Lag dagsins úr ásnumHver eru uppáhalds íslensku lögin þín úr ásnum? Í tilefni 40 ára afmælis Rásar 2 geta áhorfendur kosið sitt uppáhald á RUV.is og með því að ná sér í RÚV stjörnur appið.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:40KappsmálSkemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
20:40Vikan með Gísla MarteiniGísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
21:35Vesalings elskendurÍslensk kvikmynd frá 2018 um bræðurna Óskar og Magga sem eru báðir léttir og þægilegir í viðmóti en eiga í erfiðleikum með samskipti við konur, þrátt fyrir löngun eftir ást og staðfestu í lífinu. Þeir takast á við þetta vandamál hvor á sinn hátt og á meðan Óskar forðast tilfinningaleg tengsl fer Maggi í hvert sambandið á fætur öðru. Leikstjóri: Maximilian Hult. Aðalhlutverk: Björn Thors, Jóel Sæmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Edda Björgvinsdóttir.
23:15TrúðurFélagarnir Frank og Casper snúa aftur í áttundu þáttaröð dönsku gamanþáttanna Trúður, eða Klovn. Frank er hrakfallabálkur fram í fingurgóma og tekst alltaf að koma sér og vinum sínum í vandræðalegar aðstæður. Aðalhlutverk: Frank Hvam, Casper Christensen og Mia Lyhne. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
23:45Útrás IIÖnnur þáttaröð um norsku athafnamennina. Vinirnir fjórir eru auðugir, keyra um á flottum bílum, eiga glæsileg heimili og fallegar fjölskyldur. Þeir eiga þó sínar myrku hliðar og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínu meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norskum fjármálaheimi. Aðalhlutverk: Simon J. Berger, Agnes Kittelsen, Pål Sverre Hagen, Tobias Santelmann og Jon Øigarden. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára. e.