RÚV 07:16Fílsi og vélarnar - SnjóblásariFjólublái fíllinn Fílsi lærir ýmislegt um allskonar mismunandi vélar.
07:23KúlugúbbarnirKrúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna. e.
07:46Tölukubbar - Hinir hræðilegu TveirLærið um tölustafina með Tölukubbunum!
07:50Friðþjófur forvitniFriðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.
08:13ÚmísúmíStærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bó hjálpa krökkum að læra um tölur, form og mynstur. e.
08:35ElíasElías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum. e.
08:46Eysteinn og SalómeFallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine. e.
08:59Rán og SævarFjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél. e.
09:10Monsurnar 1Kári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
09:21HvolpasveitinRóbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.
09:44Zip ZipFjörugir teiknimyndaþættir um ref, tvö villisvín og fugl sem eru orðin þreytt á að lifa villt í náttúrunni og verða sér úti um búninga til að dulbúast sem venjuleg gæludýr. e.
09:56Hvernig varð þetta til?Hvernig ætli sumir hlutir sem við erum mjög vön hafi verið fundnir upp? Stórfurðulegu steinaldarmennirnir sýna okkur sínar misheppnuðu tilraunir. e.
10:00Randalín og MundiNý íslensk gamansöm þáttaröð fyrir alla fjölskylduna verður á dagskrá RÚV alla daga fram að jólum. Þættirnir eru byggðir á vinsælum bókum eftir Þórdísi Gísladóttur um vinina Randalín og Munda, fjölskyldur þeirra og ævintýrin sem þau lenda í. Höfundar ásamt Þórdísi eru Ilmur Kristjánsdóttir og Saga Garðarsdóttir og leikstjórar Silja Hauksdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir.
10:10JólastjarnanLeitin að jólastjörnunni er hafin. Börn 14 ára og yngri syngja sig inn í hjörtu þjóðarinnar og keppast um að verða jólastjarnan 2023. Umsjón: Kristinn Óli Haraldsson og Katla Þórudóttir Njálsdóttir. Upptökustjórn: Þór Freysson.
10:50HeimilistónajólSkemmtiþættir fyrir alla fjölskylduna þar sem stöllurnar í Heimilistónum, þær Elva, Katla, Lolla og Vigdís, bjóða áhorfendum í heimsókn til sín í Heimilistónahúsið á aðventunni. Í þáttunum kennir ýmissa grasa og fléttast þar saman tónlist, húsráð, leikin atriði, föndurhorn, gógó-danskennsla og margt fleira jólalegt. Í hverjum þætti er einn aðalgestur og eru þeir ekki af lakari endanum: Katrín Jakobsdóttir, Baltasar Kormákur, Svanhildur Jakobsdóttir og Valdimar. Skvísurnar í Heimilistónum tryggðu sér krafta nokkurra landsþekktra leikara sem bregða sér í hin ýmsu gervi. Þeir eru: Gói Karlsson, María Heba Þorkelsdóttir, Oddur Júlíusson, Sigurður Þór Óskarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjórn og dagskrárgerð: Kristófer Dignus.
11:15HljómskálinnÞáttaröð um íslenska tónlist í umsjón Sigtryggs Baldurssonar. Honum til halds og trausts eru Guðmundur Kristinn Jónsson og Bragi Valdimar Skúlason. Farið er um víðan völl íslensku tónlistarsenunnar og þekktir tónlistarmenn fengnir til að vinna nýtt efni fyrir þættina.
11:50SilfriðSigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
12:40Fréttir með táknmálstúlkun 13:05Ég á sviðiðSjö döff nemendur frá fjórum Norðurlandanna hefja nám í leiklistarskóla í Stokkhólmi. Í þessum sænsku heimildarþáttum sjáum við þau glíma við verkefni á borð við slæman fjárhag, líkama sinn, sjálfsmynd, rödd og ekki síst tungumálið og svo spurninguna um hvað þarf til að verða góður leikari.
13:35Ljósmyndari ársinsDanskur heimildarþáttur um samtímaljósmyndun. Daglega myndum við líf okkar og birtum á Instagram, Facebook og Snapchat. Um leið og gefin eru góð ráð til að bæta ljósmyndatæknina er fylgst með fimm efnilegum ljósmyndurum keppast um titilinn Besta ljósmynd ársins.
14:05Studíó AÞættir frá 2014 þar sem íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja lög í myndveri RÚV. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og upptöku stjórnaði Helgi Jóhannesson.
14:50Nörd í ReykjavíkEftir að hafa kynnst menningu rappara og uppistandara er kominn tími til að kynnast nördum í Reykjavík. Dóri DNA fer á stúfana og kemst að því hvers vegna nördar eiga eftir að erfa heiminn. Dagskrárgerð: Gaukur Úlfarsson.
15:15Martin Clunes: KyrrahafseyjarHeimildarþættir frá 2022. Leikarinn Martin Clunes heldur á vit ævintýranna í leit að hinu eina sanna Kyrrahafi. Ferðalagið, sem er innblásið af Kontiki-leiðangrinum, hefst í Frönsku-Pólýnesíu og endar á Galapagoseyjum.
16:05Sama-systurHeimildarþáttaröð í fjórum hlutum um samísku systurnar Maxida och Mimie Märak en báðar eru þær virkar í sænsku rappsenunni og berjast jafnframt ötulega fyrir réttindum Sama.
16:35Allt upp á einn diskMatreiðsluþættir frá 2011. Í þáttunum leiðir Sveinn Kjartansson áhorfendur um ævintýraslóðir bragðlaukanna. Víða verður leitað fanga og unnið með margs konar hráefni sem finna má á landi sem á sjó en þó aðallega í verslunum. Sveinn gefur góðar hugmyndir um margs konar rétti til að hafa á borðum jafnt til fagnaðar sem hversdags. Dagskrárgerð: Janus Bragi Jakobsson.
17:05Basl er búskapurDönsk þáttaröð um ungt par sem vill einfalda líf sitt og hefur búskap.
17:35Jólin hjá Claus DalbyClaus Dalby er handlaginn og hugmyndaríkur þúsundþjalasmiður. Um jólahátíðarinnar finnur hann sér ýmislegt til dundurs og kennir áhorfendum að föndra skreytingar sem hæfa hátíðum.
17:45Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarpsinsLitið um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.
18:01Stundin okkar - Jóladagatal Bolla og Bjöllu 18:11Jólin með Jönu MaríuSöng- og leikkonan Jana María Guðmundsdóttir er mikið jólabarn. Hér leiðir hún áhorfendur í gegnum jólaundirbúninginn eins og henni einni er lagið, föndrar jólaskraut, bakar sprengipiparkökur, býr til handgerð spil og margt fleira. Dagskrárgerð: Jana María Guðmundsdóttir og Sindri Bergmann Þórarinsson.
18:15TímaflakkiðDanskt jóladagatal um hina 13 ára Sofie sem á sér þann draum heitastan að sameina fjölskyldu sína um jólin, en foreldrar hennar höfðu skilið nokkru áður. Með aðstoð tímavélar ferðast Sofie aftur í tímann þar sem hún ætlar að hafa áhrif á örlagavefinn, en þegar þangað er komið mætir hún óvæntum hindrunum. Aðalhlutverk: Bebiane Ivalo Kreutzmann og Hannibal Harbo Rasmussen.
18:38Týndu jólinÞorri og Þura ætla að undirbúa jólin saman, taka til, þrífa og pakka inn jólagjöfum. Þau eru alveg að springa úr jólaspenningi og skoða auglýsingabæklinga verslana sem flæða úr póstkössunum þeirra. Innan um alla bæklinganna finna þau dularfult bréf. Einhver hefur stolið öllu jólaskrautinu og gjöfunum þeirra og þar af leiðandi, að mati Þorra og Þuru, verða engin jól. Eða hvað? e.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45LandinnÞáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk jafnt í borg sem sveit og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir og Þórdís Claessen. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Jóhannes Jónsson, Björgvin Kolbeinsson og Elfar Örn Egilsson.
20:15TjúttAndri Freyr Viðarsson og Dóra Takefusa fara yfir 50 ára skemmtistaða- og djammmenningu Reykjavíkur, allt frá því að Glaumbær brann til dagsins í dag. Þau fá til sín fjölbreyttan hóp viðmælanda sem tengjast næturlífinu á einn eða annan hátt og rifja upp skemmtilegar staðreyndir, sögur og minningar.
20:40Fullveldi 1918Heimildarmynd í tveimur hlutum. Árið 2018 fögnuðu Íslendingar 100 ára fullveldisafmæli. Sjálfstæðisbarátta Íslendinga hafði verið rekin allt frá miðri 19. öld. Í skrefum fékkst heimastjórn, fullveldi og árið 1944 lauk loks konungssambandi við Danmörku og lýðveldi var stofnað á Íslandi. Það reyndist Íslendingum ekki alltaf einfalt að búa á fátækasta og minnsta landi í Evrópu. Þjóðin bar þó höfuðið hátt og tók sitt pláss í samfélagi þjóða.
21:40LjósmóðirinTíunda þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
22:35VonNorsk kvikmynd frá 2019 um Önju sem greinist með ólæknandi krabbamein skömmu fyrir jól og er sagt að hún eigi aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða. Samband hennar við sambýlismann hennar, Thomas, stendur ekki styrkum fótum og nú reynir á þau að standa saman, bæði hvors annars og fjölskyldunnar vegna. Leikstjóri: Maria Sødahl. Aðalhlutverk: Andrea Bræin Hovig, Stellan Skarsgård og Elli Rhiannon Müller Osborne. e.