RÚV13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35Gettu betur 2011Spurningakeppni framhaldsskólanema í beinni útsendingu. Spyrill er Edda Hermannsdóttir, spurningahöfundur og dómari er Örn Úlfar Sævarsson, stigavörður er Marteinn Sindri Jónsson, Helgi Jóhannesson stjórnar útsendingu og umsjónarmaður er Andrés Indriðason.
14:40Rokkarnir geta ekki þagnaðTónlistarþættir frá árunum 1986-1987. Kynnir: Jón Gústafsson. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
15:05GönguleiðirÞættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
15:25JólaminningarJólaminningar úr safni RÚV.
15:30Randalín og MundiNý íslensk gamansöm þáttaröð fyrir alla fjölskylduna verður á dagskrá RÚV alla daga fram að jólum. Þættirnir eru byggðir á vinsælum bókum eftir Þórdísi Gísladóttur um vinina Randalín og Munda, fjölskyldur þeirra og ævintýrin sem þau lenda í. Höfundar ásamt Þórdísi eru Ilmur Kristjánsdóttir og Saga Garðarsdóttir og leikstjórar Silja Hauksdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir.
15:41BlæjaDaglega lífið hjá Hælbein fjölskyldunni heldur áfram sinn vanagang. En þegar Blæja og Bára eiga í hlut þá er enginn dagur rólegur.
15:48TímaflakkiðDanskt jóladagatal um hina 13 ára Sofie sem á sér þann draum heitastan að sameina fjölskyldu sína um jólin, en foreldrar hennar höfðu skilið nokkru áður. Með aðstoð tímavélar ferðast Sofie aftur í tímann þar sem hún ætlar að hafa áhrif á örlagavefinn, en þegar þangað er komið mætir hún óvæntum hindrunum. Aðalhlutverk: Bebiane Ivalo Kreutzmann og Hannibal Harbo Rasmussen.
16:15Krakkafréttir með táknmálstúlkunHelstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Kolbrún María Másdóttir og Gunnar Hrafn Kristjánsson.
16:30StofanUpphitun á leik Íslands og Angóla á HM kvenna í handbolta.
16:50Angóla - ÍslandBein útsending frá leik Angóla og Íslands á HM kvenna í handbolta.
18:30StofanUppgjör á leik Íslands og Angóla á HM kvenna í handbolta.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05Skjól fyrir simpansaHeimildarþættir frá BBC. Í Líberíu er heimili fyrir unga munaðarlausa simpansa sem hefur verið bjargað frá dýrasmyglurum. Þar fá þeir umönnun allan sólarhringinn og læra að bjarga sér. Eigendur heimilisins dreymir um að byggja athvarf fyrir þá í skóginum.
21:00Perlur byggingarlistarSænskir þættir frá 2023. Sagnfræðingurinn Martin Rörby og fréttakonan Anita Färingö skoða áhugaverðar byggingar víðs vegar um Svíþjóð.
21:15DNA IIÖnnur þáttaröð danskra sakamálaþátta. Lögreglumaðurinn Rolf Larsen kemst á snoðir um mansalshring þegar 19 Víetnamar finnast myrtir í farmrými vöruflutningabíls. Aðalhlutverk: Anders W. Berthelsen, Olivia Joof Lewerissa og Zofia Wichlacz. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
22:15SilfriðSigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
23:05HungurSænsk heimildarmynd um veitingastaðinn Frantzén / Lindeberg í Stokkhólmi. Staðurinn hefur verið sæmdur tveimur Michelin-stjörnum og náði 20. sæti á lista yfir bestu veitingastaði heims. Fjallað er um sköpunarferlið við gerð staðarins og matseðilsins og rýnt í hvað felst í velgengninni. e.