RÚV13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35Spaugstofan 2002-2003Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Þeir sjá um handrit og umsjón. Dagskrárgerð: Björn Emilsson, Margrét Grétarsdóttir og Gunnar Baldursson. Stjórn upptöku og klipping: Björn Emilsson.
14:00StofanUpphitun fyrir leik Íslands og Serbíu í umspili Þjóðadeildar kvenna í fótbolta.
14:20Ísland - SerbíaBein útsending frá leik Íslands og Serbíu í umspili Þjóðadeildar kvenna í fótbolta.
16:20StofanUppgjör á leik Íslands og Serbíu í umspili Þjóðadeildar kvenna í fótbolta.
16:40SilfriðSigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
17:35LandakortValin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir.
17:40Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarpsinsLitið um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.
17:56Strumparnir - Hræddastur allraGlænýir þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ. e.
18:07StrumparnirGlænýir þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
18:18Klassísku Strumparnir 18:45Krakkafréttir með táknmálstúlkunHelstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05KveikurKveikur er fréttaskýringaþáttur þar sem áhersla er lögð á rannsóknarblaðamennsku og almennar fréttaskýringar. Ritstjórn og dagskrárgerð: Ingólfur Bjarni Sigfússon, Arnar Þórisson, Bjarni Einarsson, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Karl Newman, Kristín Sigurðardóttir, María Sigrún Hilmarsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
20:55Lífið heldur áframÞriðja þáttaröð þessara bresku gamanþátta um hina sextugu Cathy sem reynir eftir bestu getu að lifa lífinu eftir fráfall eiginmannsins en samskiptin við fjölskyldu og vini eru oft skrautleg og erfið. Þættirnir hafa unnið til BAFTA-verðlauna. Aðalhlutverk: Lesley Manville, Peter Mullan og Lisa McGrillis.
21:30Leigjendur óskastÞriðja þáttaröð þessara bresku gamanþátta um grísk-kýpverska leigumiðlarann Stath sem vinnur fyrir fjölskyldufyrirtækið Michael and Eagle. Hann er ekki góður leigumiðlari en reynir að gera föður sínum til hæfis. Þættirnir eru eftir grínistann Jamie Demetriou sem einnig leikur aðalhlutverkið. Þeir hafa hlotið þrenn BAFTA-verðlaun. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:20Fyrst á vettvangBreskir dramaþættir frá 2022 með Martin Freeman í aðalhlutverki. Lögregluþjónninn Chris tekst á við glæpi og ofbeldi á götum Liverpool-borgar á sama tíma og hann berst við djöfla í einkalífi sínu. Þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, nýliðann Rachel, taka við spennuþrungnar næturvaktir sem eiga eftir að breyta lífi þeirra. Þættirnir eru byggðir á frásögnum fyrrum lögregluþjónsins og rithöfundarins Tony Schumacher. Aðalhlutverk: Martin Freeman, Adelayo Adedayo og Warren Brown. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 14 ára.
23:20Atburðir við vatnSænskir sakamálaþættir sem gerast á áttunda áratug síðustu aldar. Líf og örlög fjögurra ókunnugra einstaklinga samtvinnast eftir að tveir ferðamenn finnast myrtir í tjaldi í Norður-Svíþjóð. Meðal leikenda eru Asta Kamma August, Rolf Lassgård og Alba August. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. e.