RÚV 07:01SmástundSmástund hentar vel fyrir þau allra yngstu, í hverjum þætti lærum við orð, liti, tölur og tónlist. e.
07:06Tikk TakkVandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða. e.
07:11Bursti og bóndabærinn 07:16Veistu hvað ég elska þig mikið?Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
07:27Blæja - VeggjatennisDaglega lífið hjá Hælbein fjölskyldunni heldur áfram sinn vanagang. En þegar Blæja og Bára eiga í hlut þá er enginn dagur rólegur.
07:39Hæ Sámur - TrémerkiðÞriðja serían af vinalega hundinum Sámi og krílunum sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
07:46MóiFallegir þættir um litla björninn Móa sem ferðast um allan heiminn á hjólinu sínu. e.
07:57Vinabær Danna tígursDanni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum. e.
08:46HvolpasveitinRóbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.
09:09Jasmín & Jómbi - Einstök gersemiJasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist og njóta tónanna sem óma um Hljómbæ.
09:16LóaTeiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
09:29Drónarar 2Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
09:52FuglafárSprenghlægilegir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
10:00Nýjasta tækni og vísindiNýjasta tækni og vísindi hefur loks göngu sína aftur eftir langa fjarveru af skjáum landsmanna. Efnistökin eru fjölbreytt og fróðleg en í þáttunum verða íslenskar vísindarannsóknir í forgrunni. Fjallað er um allt milli himins og jarðar, svo sem öldrun, hvali, sprotafyrirtæki og snjallheimilið svo fátt eitt sé nefnt.
10:30Stúdíó RÚVNýir þættir um íslenska dægurtónlist. Tónlistarmenn koma í stutt viðtöl í Stúdíó RÚV og færa landsmönnum tónlist heim í stofu. Umsjónarmaður er Sigurður Þorri Gunnarsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson.
10:55Ofurhundurinn minnDönsk heimildarþáttaröð í þremur hlutum frá 2021. Fyrir sumt fólk er hundur ekki bara trygglynt gæludýr heldur lífsnauðsynleg hjálparhella sem gerir daglegt líf mögulegt og jafnvel þess virði að lifa því.
11:25VesturfararEgill Helgason ferðast á Íslendingaslóðir í Kanada og Bandaríkjunum og skoðar mannlíf, menningu og sögu. Flutningar næstum fjórðungs þjóðarinnar til Vesturheims hlýtur að teljast einn stærsti atburður Íslandssögunnar.
12:05Tareq Taylor og miðausturlensk matarhefðSænskir ferða- og matreiðsluþættir þar sem kokkurinn Tareq Taylor ferðast á heimaslóðir föður síns í Jerúsalem og kynnir sér miðausturlenska matarhefð.
12:35SporiðÍslensk þáttaröð í sex hlutum um dans. Þar er leitað svara við spurningum um hvers vegna fólk dansar, hvernig dansgleðin kviknar og hvers vegna sumir fæðast flinkir dansarar en aðrir taktlausir flækjufætur. Farið verður yfir sögu dansins á Íslandi, mismunandi danstegundir kannaðar og við kynnumst því hvernig dansinn brýst fram á ólíklegustu stöðum. Umsjón: Guðrún Sóley Gestsdóttir. Framleiðsla: Skot.
13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25Faldar perlur með Bettany HughesBreskir heimildarþættir þar sem Bettany Hughes skoðar sögufræga áfangastaði víðsvegar um heiminn og uppgötvar faldar perlur á ferðalagi sínu.
14:15Bröllopsfotograferna 14:45ÍslendingarFjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni Rúv á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
15:40Rödd þjóðarHalldór G. Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, hefur hljóðritað 30 þúsund raddir Íslendinga sem hljóma sem bakraddir í laginu Ísland. Verkefnið var unnið á þremur árum og lauk í maí 2014. Dagskrárgerð: Jóhannes Kr. Kristjánsson.
16:55Gengið um garðinnEgill Helgason og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur ganga um kirkjugarða í Reykjavík, skoða leiði skáldanna sem þar hvíla og segja af þeim sögur. Kristján Franklín Magnús les kvæði skáldanna. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
17:30Ekki gera þetta heimaNorsk fræðsluþáttaröð um hressandi tilraunir. Þeir Rune Nilson og Per Olav Alvestad láta sér detta ýmislegt misgáfulegt í hug og hrinda því yfirleitt í framkvæmd.
18:12Skrímslasjúkir snillingar 18:23Drónarar 2Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
18:50SumarlandabrotStutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2023 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring.
19:00LeynibruggiðÆvintýralegir danskir þættir fyrir alla fjölskylduna. Vinirnir Charly, Niels og Tania eru í fríi á Borgundarhólmi. Þegar Silje, vinkona þeirra, er sökuð um að hafa skemmt verðmætt listaverk á safni Oluf Høst eru þau staðráðin í að sanna sakleysi hennar og ná sökudólgnum. Málið reynist hins vegar stærra og flóknara en þau gerðu sér í hugarlund og fljótlega eru þau komin á hættulegar slóðir. Aðalhlutverk: Marinus Refnov, Cecilia Loffredo, Bertil Smith og Lova Müller Rudolph.
19:35Herinn hennar HarrietBresk fjölskyldumynd frá 2014 um hina 14 ára Harriet sem safnar saman utangarðskrökkum á sínum aldri til að handsama hættulega njósnara á tímum fyrri heimsstyrjaldar. Aðalhlutverk: Ciara Baxendale, Ben-Ryan Davies og Sophie Wright. e.
21:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
21:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
21:40LottóLottó-útdráttur vikunnar.
21:45Konungleg kvöldskemmtunBresk kvikmynd frá 2015 í leikstjórn Julians Jarrold. Þegar seinni heimsstyrjöldinni lýkur árið 1945 og friður færist yfir Evrópu á ný fá prinsessurnar Elizabeth og Margaret leyfi til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Eftirvæntingin er mikil og rómantíkin liggur í loftinu. Aðalhlutverk: Sarah Gadon, Bel Powley og Emily Watson.
23:20Vera - Þangað sem vindurinn blæsBresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Ann Cleeves um Veru Stanhope rannsóknarlögreglukonu á Norðymbralandi. Lík ungrar konu skolar á land á bökkum árinnar Tyne. Við fyrstu sýn virðist hin látna hafa verið vinsæl samstarfskona, trúnaðarvinkona, ástrík móðir og elskuleg eiginkona. Rannsókn málsins leiðir fljótt í ljós flókinn vef leynimakks, svika og brostinna drauma. Með aðalhlutverk fara Brenda Blethyn og David Leon. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.