RÚV 07:16Bursti og leikskólinn 07:23Haddi og BibbiMörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur. e.
07:25Tölukubbar - ÁttaLærið um tölustafina með Tölukubbunum!
07:30SímonSímon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
07:35Örvar og RebekkaRebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.
07:46Hrúturinn HreinnHrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum í nýjustu seríunni sinni.
08:04Jasmín & JómbiJasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist og njóta tónanna sem óma um Hljómbæ.
08:30Eldvarnarbangsinn Björn 08:42Rán og SævarFjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél. e.
08:53StrumparnirGlænýir þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
09:04Monsurnar 1Kári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
09:15Vinabær Danna tígursDanni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum. e.
09:28Friðþjófur forvitniFriðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.
09:51Karla og Regnbogaskólinn 10:00ÚtiFerðaþættir þar sem leiðsögumennirnir Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall fara með Íslendinga í margs konar útivistarævintýri í náttúru Íslands. Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar fara út fyrir þægindarammann í þáttunum og með fylgja ýmsir fróðleiksmolar og góð ráð um búnað og hegðun úti í náttúrunni. Meðal gesta í þáttunum eru Guðni Th. Jóhannesson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Saga Garðarsdóttir, Helgi Seljan, Andri Snær Magnason og Baltasar Kormákur.
18:15ÓlympíukvöldSamantekt frá viðburðum dagsins á Ólympíuleikunum í París. Umsjón: Edda Sif Pálsdóttir og Gunnar Birgisson. Stjórn útsendingar: Vilhjálmur Siggeirsson.
21:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
21:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
21:45Hinsegin dagar, vikur, mánuðir, árAllir dagar eru hinsegin dagar fyrir hinsegin fólk. Fylgst er með hinsegin einstaklingum í leik og starfi í aðdraganda Gleðigöngunnar á Hinsegin dögum. Við heyrum alls konar sögur um gleði og sorgir, áföll og sigra. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson. Upptökustjórn: Árni Beinteinn Árnason.
22:35KaldaljósKvikmynd eftir Hilmar Oddsson frá 2004 byggð á sögu Vigdísar Grímsdóttur. Kaldaljós segir sögu af tvennum tímum í lífi Gríms Hermundarsonar. Ástríkri barnæsku Gríms lýkur alltof fljótt þegar hann verður fyrir miklu áfalli. Langt fram á fullorðinsár hefur Grímur sig lítt frammi í lífinu, þar til nýir ástvinir koma til sögunnar og knýja dyra í lífi hans. Meðal leikenda eru Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Ruth Ólafsdottir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Björn Hlynur Haraldsson og Áslákur Ingvarsson. e.