RÚV 13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35Gettu betur 2024Spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson. Stjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
14:50Sagan bak við smellinn - ApologizeSænsk heimildarþáttaröð um tilurð frægra popplaga.
15:20Andri á flandriÚtvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fór á flakk um Ísland sumarið 2011 ásamt bolabítnum Tómasi á forláta húsbíl, Litla kút að nafni. Saman keyrðu vinirnir krókaleiðir kringum landið í leit að því skrýtna og skemmtilega. Dagskrárgerð: Kristófer Dignus.
15:45Heil manneskjaDönsk heimildarþáttaröð í fimm þáttum. Í þáttunum er fylgst með tveimur fjölskyldum sem eiga trans börn. Hverjar eru áskoranirnar sem þau mæta og hvernig höndla foreldrar umskipti sonar eða dóttur frá einu kyni til annars?
16:15Fiskur á disk - SaltfiskurFæreyskir þættir sem sýna ferlið frá því að fiskur er veiddur og þar til hann er fluttur frá Færeyjum til þess staðar þar sem hann er matreiddur.
17:00OpnunHeimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Áhorfendum er boðið að fylgjast náið með nokkrum framúrskarandi listamönnum sem veita innsýn í eigin sköpunarferli, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Um hvað snýst myndlist í upphafi 21. aldar? Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson. e.
17:40GönguleiðirÞættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
18:08Bursti - Á bossanumBursti er forvitinn og þrjóskur broddgöltur sem býr þar sem litlir hlutir eru stórir.
18:27Tillý og vinirTillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.
18:38BlæjaDaglega lífið hjá Hælbein fjölskyldunni heldur áfram sinn vanagang. En þegar Blæja og Bára eiga í hlut þá er enginn dagur rólegur.
18:45SímonSímon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:40Dæmalaus dýrBreskir heimildarþættir frá 2020. Getur smokkfiskur sökkt skipi? Er kóngulóarvefur sterkari en stál? Vinirnir Tim Warwood og Adam Gendle hætta lífi sínu til að komast að athyglisverðum sannleika um hin ýmsu dýr.
20:35Sofðu vel - Björn Hellberg - öndunSænskir heimildarþættir frá 2023 þar sem svefnsérfræðingurinn Christian Benedict aðstoðar fjóra einstaklinga sem öll glíma við mismunandi svefnvandamál.
21:30Að baki hvers mannsDanskir dramaþættir frá 2023. Hinn skapstóri Michael er yfirkokkur á einum fremsta veitingastað Kaupmannahafnar. Hann tekur því illa þegar Naja, nýi yfirkokkurinn, vill gera breytingar á vinnustaðarmenningunni, sérstaklega varðandi jafnrétti kynjanna. Á meðan þau takast á um hvort þeirra stjórnar koma ýmis leyndarmál upp á yfirborðið sem ógna framtíð veitingastaðarins. Aðalhlutverk: Jesper Zuschlag, Julie Rudbæk og Ann Eleonora Jørgensen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:20The Doors: Morrison HotelBresk heimildarmynd frá 2021. Eftirlifandi meðlimir The Doors segja frá gerð Morrison Hotel, næstsíðustu plötu hljómsveitarinnar.
23:10Útrás IIÖnnur þáttaröð um norsku athafnamennina. Vinirnir fjórir eru auðugir, keyra um á flottum bílum, eiga glæsileg heimili og fallegar fjölskyldur. Þeir eiga þó sínar myrku hliðar og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínu meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norskum fjármálaheimi. Aðalhlutverk: Simon J. Berger, Agnes Kittelsen, Pål Sverre Hagen, Tobias Santelmann og Jon Øigarden. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára. e.