RÚV07:01Hinrik HittirHinrik hittir einhvern nýjan á hverjum degi og lendir í ótrúlegustu uppákomum.
07:06Litla LóLitla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
07:13Ferðalög TrymbilsTrymbill fer á flakk með systkinunum Hildi og Theó, sem eiga það þó til að gleyma honum. Þá hefjast sko ævintýri Trymbils!
07:21Andri og EddaAndri og Edda eru á sama leikskóla og eru bestu vinir. Bæði eiga þau tuskudýr sem lifna við og eiga samleið eins og eigendur þeirra.
07:34Bjössi brunabangsiÍ þessari seríu fylgjumst við með hetjunni Bjössa brunabangsa, sem elskar að keyra slökkviliðsbíl og slökkva elda. Á hverjum einasta degi leysir hann spennandi verkefni með hjálp frá samstarfsfólki sínu.
07:45SímonSímon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
07:50Lalli IIÖnnur þáttaröð um Lalla, sem færir ykkur allan heiminn þegar hann grípur litina sína. Hann er svo flinkur að teikna hann Lalli!
07:57Hæ Sámur IVFjórða þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
08:04Blæja IIIÞriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
08:11ÆvintýrajógaJóga fyrir alla krakka. Þóra Rós jógakennari kennir jógastöður í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Við förum í fjallgöngu og saman komumst við upp á topp, af því við erum sterk og hugrökk eins og fjallið.
08:17Strumparnir IÞættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
08:29Rán og SævarFjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél.
08:40Konráð og BaldurBaldur er undarlegur unglingur sem fær það hlutverk að passa hundinn Konráð. Konráð er hins vegar talandi hundur og miklu gáfaðri en Baldur. Spurningin er þá: Hver passar hvern?
08:52ElíasÞriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
09:03Rán - RúnRán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
09:08Eysteinn og SalómeFallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.
09:20Monsurnar IKári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
09:31BréfabærMatthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
09:42Fíasól - leiksýning verður tilÍ þessum þáttum rýnir Ari inn í heim leikhússins og fylgist með uppsetningu á sýningunni Fíasól sem hefur farið vel af stað í Borgarleikhúsinu. Lifandi þættir fyrir alla fjölskylduna! Komiði með og sjáið hvernig söngleikurinn Fíasól gefst aldrei upp verður til.
Í þessum þætti fylgjumst við með frumsýningunum tveimur og aðdraganda þeirra.
09:55AlheimurinnHeimildarþáttaröð í fimm hlutum frá BBC. Sjónvarps- og vísindamaðurinn góðkunni, Brian Cox, skoðar alheiminn og fjarlægar óravíddir hans allt frá dauðadjúpi svarthola til fjarlægra heima sem gætu hýst líf.
Allt frá því að fyrsta stjarnan lýsti upp alheiminn hafa stjörnur verið drifkraftur sköpunar. Brian Cox skoðar uppruna stjarnanna og hvernig þær skópu líf í alheiminum.
10:55HM í skíðaskotfimiBeinar útsendingar frá keppni í HM í skíðaskotfimi.
Keppni í eltigöngu kvenna á HM í skíðaskotfimi.
12:05HM í alpagreinumBeinar útsendingar frá HM í alpagreinum.
Keppni í svigi karla á HM í alpagreinum.
13:20Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:45LoftlagsþversögninÞáttaröð um hamfarahlýnun og hlutverk okkar sjálfra í baráttunni við loftslagsbreytingar. Hvers vegna reynist oft erfitt að gera breytingar sem við vitum að eru mikilvægar og jafnvel nauðsynlegar? Hvernig verðum við loftslagssnjallari?
13:55HM í skíðaskotfimiBeinar útsendingar frá keppni í HM í skíðaskotfimi.
Keppni í eltigöngu karla á HM í skíðaskotfimi.
15:00LandinnÞáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld búum við okkur undir möguleg náttúruvá með almannavarnanefnd Austurlands. Kíkjum á Hirðfíflin á Vopnafirði, sem er nytjamarkaður. Kynnum okkur sögu stóra og litla Dímons og semjum óperutexta með gervigreind í Söngskólanum í Reykjavík.
15:30Matarsaga ÍslandsNý þáttaröð um mat og matarmenningu Íslendinga allt frá landnámi til dagsins í dag – og jafnvel nokkur skref inn í framtíðina. Gísli og Silla fara með áhorfendur í rannsóknarleiðangur þar sem þau skoða hinar ýmsu mýtur og sturlaðar staðreyndir um mat. Matarsérfræðingar greina matarhefðir, tískur og strauma – allt frá súrmat til skordýrasnakks – og stjörnukokkar fá það verkefni að búa til gómsætar máltíðir úr vinsælu hráefni liðinna tíma. Umsjón: Gísli Einarsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.
Fjallað er um íslenskar mataruppskriftir frá miðöldum og sérfræðingarnir greina erlend áhrif í íslenskri matarhefð. Mjöður, Spánarvín og bjórlíki koma við sögu og lifrarpylsan fær að kenna á því í Mýtunni. Stjörnukokkurinn fer nýstárlegar leiðir með matarkassann að þessu sinni þar sem lítið er af ferskmeti.
16:10Útivist með Peltsi og TomFinnsku útivistakapparnir Peltsis og Tom gefa góð ráð til þeirra sem vilja njóta náttúrunnar á fjölbreyttan hátt. Fjallað er um skoðunarferðir með fjölskyldunni, náttúruhlaup, hjólreiðar, veiðar og fleira.
16:20SöngvakeppninBeinar útsendingar frá Söngvakeppninni 2025. Kynnar eru Benedikt Valsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Fannar Sveinsson. Stjórn útsendingar: Vilhjálmur Siggeirsson og Þór Freysson.
Bein útsending þar sem seinni fimm lögin eru flutt í Söngvakeppninni 2025.
17:50Perlur byggingarlistarSænskir þættir frá 2023. Sagnfræðingurinn Martin Rörby og fréttakonan Anita Färingö skoða áhugaverðar byggingar víðs vegar um Svíþjóð.
18:01Stundin okkar - Tökum á loftLoft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu, þar til nú. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Boðflenna gerir vart við sig í Loftbelgnum og Loft missir alla einbeitingu.
18:17HjörðinKrúttlegir og skemmtilegir þættir þar sem er fylgst með ungum dýrum þar sem þau leika sér og læra á lífið og tilveruna í faðmi fjölskyldunnar.
18:21Refurinn PabloHugrakki og uppátækjasami refurinn Pablo flyst úr sveit í borg ásamt systkinum sínum.
18:26Björgunarhundurinn BessíAnne Dorothea á mjög sérstakan besta vin, björgunarhundinn Bessa!
18:34Andy og ungviðiðÍ þessum þáttum kynnumst við afkvæmum dýra frá mismunandi stöðum um allan heim. Við fræðumst um hvernig þau þroskast, hvernig þau sækja sér æti og svo margt margt fleira.
18:44ÆvintýrajógaJóga fyrir alla krakka. Þóra Rós jógakennari kennir jógastöður í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Hvað segja lungun?
Með því að anda hægt og rólega hjálpar það okkur að hugsa skýrar og gefa líkamanum og heilanum smá ró.
18:50LandakortValin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Síðustu tíu árin hefur stofninn tvöfaldast. Við höfum ekki alveg getað fylgt því eftir. Dýrunum hefur fjölgað þrátt fyrir að veitikvótinn hafi verið aukinn,“ segir Skarphéðinn Þórisson, hreindýrasérfræðingur á Náttúrustofu Austurlands. Náttúrustofa Austurlands vaktar stofninn og fylgist með afkomu hans. Hluti af þeirri vinnu er að telja hreindýr að sumri og vetri. Landinn fékk að slást með í för þegar stóra hreindýratalningin var gerð í júlí.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45LandinnÞáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
20:20Matarsaga ÍslandsNý þáttaröð um mat og matarmenningu Íslendinga allt frá landnámi til dagsins í dag – og jafnvel nokkur skref inn í framtíðina. Gísli og Silla fara með áhorfendur í rannsóknarleiðangur þar sem þau skoða hinar ýmsu mýtur og sturlaðar staðreyndir um mat. Matarsérfræðingar greina matarhefðir, tískur og strauma – allt frá súrmat til skordýrasnakks – og stjörnukokkar fá það verkefni að búa til gómsætar máltíðir úr vinsælu hráefni liðinna tíma. Umsjón: Gísli Einarsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.
Kaffi er í stóru hlutverki í matarsögunni og þá sérstaklega sikkorí-rótin sem var þurrkuð, mulin og ristuð svo úr varð kaffibætir til að drýgja kaffi. En hvað var bannað að borða? Hrossakjötsát var t.a.m. bannað um tíma nema í algjörri neyð. Garðrækt tekur á sig mynd og fyrsta íslenska kartaflan lítur dagsins ljós.
21:00SuðupunkturBresk leikin þáttaröð frá 2023 um kokkinn Carly og teymið hennar sem tekst á við allar þær áskoranir sem fylgja því að reka nýjan veitingastað. Aðalhlutverk: Vinette Robinson, Izuka Hoyle og Hannah Walters. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
21:50Guði sé lofFrönsk kvikmynd frá 2018 í leikstjórn Francois Ozon. Kvikmyndin segir átakanlega sögu þriggja karlmanna. Kaþólskur prestur braut kynferðislega gegn þeim þegar þeir voru börn og þeir sameinast nú um að leita réttar síns, skila skömminni og afhjúpa skipulagða þöggun kaþólsku kirkjunnar. Kvikmyndin er byggð á sönnum atburðum. Aðalhlutverk: Melvil Poupaud, Denis Ménochet og Swann Arlaud. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.