RÚV13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Getur verið að stjórnvöld séu að brjóta lög með því að aðstoða leigufélög að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir tekjulægra fólk? Það telur Viðskiptaráð, sem hefur sent ESA- eftirlitsstofnun EFTA, kvörtun vegna stuðnings stjórnvalda við óhagnaðardrifin leigufélög. Í kvörtuninni kemur fram að ráðið telji stuðninginn brjóta í bága við EES-samninginn og grafa undan samkeppni á markaði. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, takast á um málið í Kastljósi.
13:55Útsvar 2011-201224 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
14:50Spaugstofan 2006 - 2007Karl Ágúst, Pálmi, Sigurður, Randver og Örn bregða á leik sprellfjörugir að vanda. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
15:20ÆskuslóðirÍslenskir heimildarþættir. Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Framleiðsla: Pera.
Fótboltakappinn Hermann Hreiðarsson er Eyjapeyi fram í fingurgóma. Fyrir nokkrum árum flutti hann aftur til Vestmannaeyja. Viktoría Hermannsdóttir röltir með Hermanni um æskuslóðir hans.
15:45TjúttAndri Freyr Viðarsson og Dóra Takefusa fara yfir 50 ára skemmtistaða- og djammmenningu Reykjavíkur, allt frá því að Glaumbær brann til dagsins í dag. Þau fá til sín fjölbreyttan hóp viðmælanda sem tengjast næturlífinu á einn eða annan hátt og rifja upp skemmtilegar staðreyndir, sögur og minningar.
Fjallað er um hinn goðsagnakennda Glaumbæ og diskóæðið í Hollywood.
16:15Siggi SigurjónsHeimildarþáttaröð í fjórum þáttum um einn ástsælasta leikara og grínara þjóðarinnar, Sigurð Sigurjónsson, sem skemmt hefur landsmönnum á skjánum, á sviði sem og á hvíta tjaldinu í meira en fjörutíu ár. Siggi og samferðafólk hans er tekið tali um leið og eftirminnilegustu hlutverkin eru rifjuð upp. Umsjón: Guðmundur Pálsson. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
17:00Hugarró á sex dögumDanskir heimildarþættir þar sem sex ungmenni sem þjást af streitu taka þátt í tilraun þar sem þau slökkva á símunum sínum og flytjast út í skóg. Getur dvölin í náttúrunni dregið úr streitueinkennum á aðeins sex dögum?
17:30Hið sæta sumarlífDönsk matreiðsluþáttaröð. Mette Blomsterberg reiðir fram kræsingar sem henta vel á sumrin.
18:01Risaeðlu-Dana IVDana er 9 ára stelpa sem elskar risaeðlur. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún fær gefins handbók um risaeðlur, sem kennir henni ekki aðeins nýja hluti um dýrin, heldur gefur henni ofurkrafta sem gera henni kleift að sjá fyrir sér risaeðlur í raunveruleikanum.
18:22Hugo og draumagrímanHúgó finnur dularfulla grímu sem gerir honum kleift að komast inn í sína eigin drauma. Getur hann núna, með hjálp grímunnar, loksins sigrast á martröðum sínum?
18:32Prófum afturKatta er 14 ára og er einkar lagin við að koma sér í vandræðalegar aðstæður. Sem betur fer er hún með app í símanum sínum sem getur fært hana aftur í tímann.
18:42Áhugamálið mittFinnlands-sænskir þættir þar sem krakkar segja frá áhugamálum sínum.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:40LeynibruggiðÆvintýralegir danskir þættir fyrir alla fjölskylduna. Vinirnir Charly, Niels og Tania eru í fríi á Borgundarhólmi. Þegar Silje, vinkona þeirra, er sökuð um að hafa skemmt verðmætt listaverk á safni Oluf Høst eru þau staðráðin í að sanna sakleysi hennar og ná sökudólgnum. Málið reynist hins vegar stærra og flóknara en þau gerðu sér í hugarlund og fljótlega eru þau komin á hættulegar slóðir. Þættirnir eru framhald af þáttaröðinni Horfna rafherbergið. Aðalhlutverk: Marinus Refnov, Cecilia Loffredo, Bertil Smith og Lova Müller Rudolph.
20:10AftureldingÍslensk þáttaröð eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson. Útbrunnin handboltastjarna frá níunda áratugnum tekur við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar eftir margra ára óreglu. Á gömlu heimaslóðunum þarf hann að horfast í augu við breytta tíma, fjarlæga dóttur sína, veðmálabrask og síðast en ekki síst, nýja kynslóð kvenna sem kallar ekki einu sinni ömmu sína, ömmu sína. Meðal leikenda eru Ingvar E. Sigurðsson, Svandís Dóra Einarsdóttir og Saga Garðarsdóttir.
Medalía er auglýst á bland.is. Eysteinn fer til Slagelse að hafa upp á Skarphéðni. Skarphéðinn heldur að hann sé að fara að taka við körlunum.
21:00Shakespeare og HathawayFjórða þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.
21:45Glastonbury 2023Samantekt frá tónlistarhátíðinni Glastonbury á Englandi 2023. Meðal þeirra sem fram koma eru Arctic Monkeys, Guns N‘ Roses, Elton John, Lizzo og Yusuf eða Cat Stevens.
22:45Þögnin miklaDönsk dramamynd frá 2022 í leikstjórn Katrine Brocks. Alma er 29 ára nunna sem er í þann mund að sverja ævarandi heit sín þegar bróðir hennar birtist óvænt og grefur upp löngu grafinn fjölskylduharmleik. Aðalhlutverk: Kristine Kujath Thorp, Elliott Crosset Hove og Karen-Lise Mynster. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.