RÚV Íþróttir18:01Kveikt á perunniKeppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Í Kveikt á perunni að þessu sinni búum við til lukkutröll. Skaparar og keppendur: Gula liðið: Snorri Rafn Frímannsson Emilia Þóra Ólafsdóttir Bláa liðið: Þórir Hall Ásdís Eva Bjarnadóttir
18:15MatargatÞau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Ylfa og Máni útbúa nammikúlur - sem eru bæði góðar á bragðið og hollar!
Þessar þarf ekki að baka, bara stinga inn í ísskápinn.
Hér er uppskriftin:
Hollar nammikúlur
(sirka 20 stk):
2 dl möndlur
2 og 1/2 dl ferskar döðlur (eða 10 döðlur - mikilvægt að taka steininn úr)
1 kúfull msk möndlusmjör
1 tsk hlynsíróp eða agave sýróp
2 tsk kakó
1/5 tsk salt
Hjúpur
100g suðusúkkulaði
1/2 tsk kókosolía
Gróft salt
Aðferð:
Settu möndlurnar í matvinnsluvél.
Hakkaðu möndlurnar þar til þær eru orðnar að kurli.
Settu döðlurnar (án steina) í matvinnsluvélina og blandaðu.
Bættu kakó, salti, sýrópi og möndlusmjöri út í og maukaðu vel saman.
Búðu til litlar kúlur úr deiginu.
Settu kúlurnar á disk og geymdu í ísskáp í 30-60 mín.
Hjúpur:
Bræddu súkkulaðið og hrærðu kókosolíunni saman við í pottinum.
Veltu kúlunum upp úr súkkulaðinu og raðaðu þeim á disk.
Það er gott að setja bökunarpappír undir svo þær festist ekki við diskinn.
Stráðu grófa saltinu yfir súkkulaðið að lokum.
Geymdu kúlurnar í ísskáp í allavega 30 mínútur svo súkkulaðið nái að harðna vel.
18:21HeimsmarkmiðDídí og Aron fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti er eitt markmið tekið fyrir. Við getum öll lagt okkar af mörkum svo hægt sé að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 og í kjölfarið gera heiminn að betri stað. Umsjón: Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Hvað er hagvöxtur? Dídí ætlar að útskýra það fyrir okkur í þættinum í dag. Hagvöxtur er mikilvægur í samfélaginu svo allir hafi vinnu. En ef við framleiðum of mikið getum við farið að ganga of mikið á náttúruauðlindir heimsins og þá erum við ekki sjálfbær - munið þið, þetta snýst allt um sjálfbærni og jafnvægi. Við kynnum okkur grænt hagkerfi og af hverju það er mikilvægt.
18:26Gleðiverkfæri GleðiskruddunnarGleðiverkfæri Gleðiskruddunnar eru þættir sem byggjast á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Í hverjum þætti er eitt gleðiverkfæri kynnt sem hefur þann tilgang að efla sjálfsþekkingu, jákvæðar tilfinningar, auka vellíðan, bjartsýni og von og um leið aðstoða börn og ungmenni að takast á við verkefni og áskoranir daglegs lífs.
Verkefni tengd þættinum má finna á glediskruddan.is
Umsjón: Marit Davíðsdóttir og Yrja Kristinsdóttir.
Hvað er bjartsýni og von? Í þessum þætti lærum við um bjartsýni og von og hvernig við getum notað ímyndunaraflið til að æfa okkur í að trúa því að allt það besta geti gerst.
18:30Bitið, brennt og stungiðHvað ætli gerist þegar hin og þessi skordýr bíta fólk og stinga? Sebastian Klein ferðast um sveitir Danmerkur og lætur bíta sig, brenna og stinga til að komast að því.
18:45KrakkafréttirHelstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
19:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:20Danmörk - SvissLeikir á HM karla í handbolta.
Leikur Danmerkur og Sviss í milliriðli á HM karla í handbolta.
22:15Vigdís - with English subtitlesÍslensk leikin þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga ungrar konu sem gefst aldrei upp, sama hvað á dynur.
Vigdís decides to run for president of Iceland after a lot of encouragement. Many find the
idea of a single mother as president absurd.