RÚV Íþróttir10:30HM í frjálsíþróttum innanhússÚtsendingar frá HM í frjálsíþróttum innanhúss.
18:01Stundin okkar: Smáseríur 2020Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti heimsækja Erlen og Lúkas Húsdýragarðinn og kynnast selunum, hreindýrunum og refunum. Í Tilfinningalífi velta Sölvi og Júlía því fyrir sér hvers vegna við verðum stundum reið og hvernig hægt er að stjórna reiðinni. Í Jörðinni fjalla Baldur og Linda um allt plastið sem er til í heiminum.
18:25Sögur - StuttmyndirStuttmyndir skrifaðar af krökkum og framleiddar af KrakkaRÚV.
Persónur og leikendur:
Kristín: Bryndís Pálmadóttir
Hildur: Hjördís Kristjánsdóttir
Matráður: Gaukur Grétarsson GKR
Kennari: Baldur Kristjánsson
18:27Sögur - StuttmyndirStuttmyndir skrifaðar af krökkum og framleiddar af KrakkaRÚV.
Viðtal við handritshöfundinn: Arthur Lúkas Soffíuson
18:31Upptakturinn 2023 - stök atriðiStök atriði frá Upptaktinum 2023.
18:36Stundin rokkarFjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Krakkarnir æfa og flytja lagið „Inní mér syngur vitleysingur“ með Sigur Rós, ásamt því að fjalla um frægar íslenskar hljómsveitir í útlöndum. Þá kynnumst við honum Hilmi Þór gítarleikara betur og hann segir okkur meðal annars frá hinni hljómsveitinni sinni. Hljómsveitarmeðlimir: Aldís María Sigursveinsdóttir, Fatíma Rós Joof, Hilmir Þór Snæland Hafsteinsson og Sigurður Ingvar Þórisson. Saxófón leikari: Birkir Blær Ingólfsson. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.
18:43Sögubíllinn ÆringiÓlöf Sverrisdóttir les sögur og ævintýri fyrir krakkana sem koma í heimsókn í Sögubílinn.
Björg Bókavera er í sögubílnum í þetta skipti og talar um söguna um Línu langsokk. Björg langar mikið að vera eins og Lína en eftir miklar vangaveltur ákveður hún að það sé bara best að vera hún sjálf.
Leikarar: Ólöf Sverrisdóttir sem Björg Bókavera.
Handrit: Ólöf Sverrisdóttir.
Krakkar: Anna Alexandra Petersen, Álfdís Freyja Hansdóttir, Ingveldur Þóra Samúelsdóttir, Hildur Anna Geirsdóttir, Filippía Þóra Jónsdóttir, Alex Leó Kristinsson, Helga Xochitl Ingólfsdóttir, Helena Heiðmundsdóttir og Hildur Heiðmundsdóttir.
19:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.