Stöð 207:55HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum.
08:15The MentalistHörkuspennandi þáttur um Patrick Jane, sjálfstætt starfandi ráðgjafa rannsóknarlögreglunnar í Kaliforníu. Hann á glæsilegan feril að baki við að leysa flókin glæpamál með því að nota hárbeitta athyglisgáfu sína. Þrátt fyrir það er hann ekki í náðinni hjá lögreglunni, ekki síst fyrir það að hafa aflar sér frægðar sem sjónvarpsmiðill en einnig fyrir að gera lítið úr þeim þegar hann á það til að leysa gáturnar langt á undan þeim.
09:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:20SupernannyOfurfóstran Jo Frost er mætt aftur og henni bíður ærið verk, að kenna ráðþrota fólki að ala upp og aga að virðist óalandi ólátabelgi. Þegar Jo hefur lokið heimsókn sinni skilur hún eftir sig friðsælla heimilislíf og alsælar fjölskyldur sem hafa fengið gagnleg uppeldisráð sem virkilega skila árangri.
10:00Masterchef USAStórskemmtilegur matreiðsluþáttur með Gordon Ramsey í forgrunni ásamt þeim Aarón Sanchez og hinum eina sanna Joe Bastianich. Af gaumgæfni velja nú dómararnir 20 manna hóp sem mun keppa innbyrðis í ýmsum þrautum sem eru lagðar fram í eldamennskunni. Eins og áður reynir á hugmyndaflug, úrræði og færni þátttakenda. Að lokum er það svo einn sem stendur uppi sem Meistarakokkurinn.
10:45Your Home Made PerfectÞriðja þáttaröð þessa stórgóðu bresku þátta þar sem arkitektar keppast við að hanna falleg heimili með aðstoð tækninnar. Hér hanna þau rýmin í tölvu og áður en húseigendur taka endanlega ákvörðun um endurbætur á heimilum sínum gefst þeim tækifæri til að skoða hönnunina í gegnum sýndarveruleikagleraugu.
11:40GolfarinnSkemmtilegur þáttur um allar hliðar golfiðkunar í umsjón Hlyns Sigurðssonar og Ragnhildar Sigurðardóttur. Í þættinum er bæði fjallað um afrekskylfinga sem og hinn almenna kylfing. Fólki gefin góð ráð um hvernig það megi bæta sinn leik og farið í skemmtilegar þrautir. Fáum fólk sem aldrei hefur spilað golf til að keppa sína á milli, lærum nýju golfreglurnar og margt fleira skemmtilegt.
12:15It's Always Sunny in PhiladelphiaFrábær gamanþáttaröð sem fjallar um fjóra vini sem reka saman bar en eru alltof sjálfumglaðir til að geta unnið saman án þess að til árekstra komi, upp á hvern einasta dag. Danny DeVito leikur stórt hlutverk í þáttunum en hann er óþolandi faðir tveggja úrhópnum og er stöðugt að gera þeim lífið leitt.
12:35NágrannarFylgjumst nú með lífinu í Ramsey-götu en þar þurfa íbúar að takast á við ýmis stór mál eins og ástina, nágranna- og fjölskylduerjur, unglingaveikina, gráa fiðringinn og mörg mörg fleiri.
12:5530 RockSnilldarlegir gamanþættir sem fjalla um Liz Lemon, yfirhöfund skemmtiþáttar sem sýndur er í beinni útsendingu í New York. Líf Liz umturnast þegar hvatvís, nýr yfirmaður, Jack Donaghy, fer að skipta sér af þættinum hennar og treður hinum óútreiknanlega Tracy Jordan inn í leikarahópinn. Þá er undir Liz komið að hafa stjórn á glundroðanum ásamt því að eiga sér einkalíf.
13:15Bara grínSprenghlægilegur og stórskemmtilegur gamanþáttur þar sem Björn Bragi Arnarsson rifjar upp bestu gamanþættina úr sögu Stöðvar 2 með myndbrotum og viðtölum við þau sem komu að gerð þáttana. Þær þáttaraðir sem teknar verða til umfjöllunnar eru Fóstbræður, Stelpurnar, 70 mínútur og Steindinn okkar auk vakta-þáttaraðanna svokölluðu; Næturvaktarinnar, Dagvaktarinnar og Fangavaktarinnar.
13:40BumpGrátbroslegir ástralskir dramaþættir frá 2021. Líf tveggja fjölskyldna flækist all verulega þegar unglingar eignast óvænt barn saman. Aðal persóna þáttanna er hin ákveðna og duglega Oly, sem er tánings stelpa með háleit markmið. Það setur þó strik í reikninginn þegar hún eignast barn án þess að vita að hún hafi verið ólétt.
14:10First Dates HotelFred og félagar hafa tekið yfir lúxus hótel í suðurhluta Frakklands. Núna endast stefnumótin í tvo daga.
15:00GlaumbærÍ hverjum þætti verður tekið fyrir eitt fyrirfram ákveðið íslenskt orð og hljómsveitin djammar í kringum það.
Orðið sem verður fyrir valinu mun tengjast lögunum sem leikin verða í þættinum með beinum eða óbeinum hætti þ.e. finna tengingar orðsins við tíðaranda mismunandi áratuga í tónlist, merkingu þess, hvernig það hafði áhrif á lagasmíðar og hvernig orðið t.d. dúkkar upp í þekktum erlendum og íslenskum dægurlögum, tísku, æði unglinga og svo mætti lengi telja.
15:45The Dog HouseStórgóðir þættir um starfsfólk Wood Green sem er góðgerðastofnun sem sérhæfir sig í að finna hið fullkomna heimili fyrir heimilislausa hunda. Ómissandi þáttur fyrir alla dýravini.
16:30Real Time With Bill MaherVandaður og hressandi spjallþáttur í umsjón Bill Maher þar sem hann fer yfir málefni líðandi stundu með hinum ólíkustu gestum.
17:35Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:00NágrannarFylgjumst nú með lífinu í Ramsey-götu en þar þurfa íbúar að takast á við ýmis stór mál eins og ástina, nágranna- og fjölskylduerjur, unglingaveikina, gráa fiðringinn og mörg mörg fleiri.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:40SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
19:00WipeoutStórskemmtilegur fjölskyldu- og skemmtiþáttur þar sem buslugangurinn er botnlaus og glíman við stærstu þrautabraut heims endalaus uppspretta spaugilegra atvika.
19:40Britain's Got TalentStærsta hæfileikakeppni heims og skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Dómarar eru sem fyrr, þau Simon Cowell, grínsnillingurinn David Walliams, leikkonan Amanda Holden og söngkonan Alesha Dixon. Kynnar eru skemmtikraftarnir Ant og Dec og fara á kostum eins og þeim einum er lagið.
20:40Crown VicMyndin segir frá viðburðaríku kvöldi í lífi lögreglumannsins Ray Mandel og metnaðarfulls nýliða, Nick Holland. Tveir lögreglumorðingjar ganga lausir og leita að næsta fórnarlambi. Mandel og Holland þurfa núna að fást við borg sem er við suðumark og eftir því sem kvöldinu og nóttinni vindur fram styttist tíminn sem þeir félagar hafa til að finna týnda stúlku.
22:30TenetÓskarsverðlaunamynd frá 2020 með John David Washington og Robert Pattinson í aðalhlutverkum. Myndin gerist í alþjóðlegum heimi njósna. Söguhetjan hefur aðeins eitt orð í sínu vopnabúri, Tenet, til að berjast fyrir tilveru alls heimsins. Verkefnið er að hindra Andrei Sator, rússneskan svikara og auðmann með forskynjunarhæfileika, í að hefja þriðju heimsstyrjöldina.
00:55Birds of PreySpennumynd frá 2020 með Margot Robbie og fleiri stórgóðum leikurum. Eftir aðskilnað við Jókerinn, þá gengur Harley Quinn til liðs við ofurhetjurnar Black Canary, Huntress og Renee Montoya, sem ætla í sameiningu að bjarga ungri stúlku frá illum glæpaforingja.
02:40The MentalistHörkuspennandi þáttur um Patrick Jane, sjálfstætt starfandi ráðgjafa rannsóknarlögreglunnar í Kaliforníu. Hann á glæsilegan feril að baki við að leysa flókin glæpamál með því að nota hárbeitta athyglisgáfu sína. Þrátt fyrir það er hann ekki í náðinni hjá lögreglunni, ekki síst fyrir það að hafa aflar sér frægðar sem sjónvarpsmiðill en einnig fyrir að gera lítið úr þeim þegar hann á það til að leysa gáturnar langt á undan þeim.
03:20SupernannyOfurfóstran Jo Frost er mætt aftur og henni bíður ærið verk, að kenna ráðþrota fólki að ala upp og aga að virðist óalandi ólátabelgi. Þegar Jo hefur lokið heimsókn sinni skilur hún eftir sig friðsælla heimilislíf og alsælar fjölskyldur sem hafa fengið gagnleg uppeldisráð sem virkilega skila árangri.
04:00It's Always Sunny in PhiladelphiaFrábær gamanþáttaröð sem fjallar um fjóra vini sem reka saman bar en eru alltof sjálfumglaðir til að geta unnið saman án þess að til árekstra komi, upp á hvern einasta dag. Danny DeVito leikur stórt hlutverk í þáttunum en hann er óþolandi faðir tveggja úrhópnum og er stöðugt að gera þeim lífið leitt.