Stöð 2 08:00SólarkanínurSkemmtilegir þættir um fimm litríkar kanínur sem eru alltaf til í ævintýri.
08:05Elli og LóaÍkorni og bjarnarhúni eru alin upp sem systkini í tignarlegu kastaníutré. Þau leika sér og alast upp í náttúrunni þar sem þau uppgötva hin ýmsu ævintýri. En hvað lífið er dásamlegt.
08:15Brot af því besta með Skoppu og SkrítluÍ tilefni af fimmtán ára afmæli sínu blésu þær Skoppa og Skrítla til stórrar leikhúsveislu í Hörpu með öllu tilheyrandi. Á sviðinu lifnuðu ævintýri sl fimmtán ára við og leikhústöfrarnir færðu áhorfendur um framandi lönd í dansi og söng. Sannkölluð gleðihátíð fyrir alla fjölskylduna.
Sýningin var frumsýnd í Eldborgarsal Hörpu 20.okt 2019.
Upptaka af sýningunni var frumsýnd í Sambíóunum í desember 2020. Sérstakar sing-along sýningar fylgdu í kjölfarið og löðuðu að þúsundir gesta.
09:10Kung Fu Panda 3Stórskemmtileg talsett teiknimynd sem segir frá því þegar hinn raunverulegi faðir Pós kemur til sögunnar, en hann hefur um langa hríð leitað sonar síns um allt Kína. Það verða fagnaðarfundir með feðgunum og svo fer að Pó fer með föður sínum.
10:45Grísirnir þrír (Unstable Fables:Geysivinsæl og launfyndin talsett teiknimynd fyrir krakka á öllum aldri þar sem snúið er rækilega út úr ævintýrinu sígilda um grísina þrjá.
11:55Nanny McPheeBráðskemmtileg og ævintýraleg mynd fyrir alla fjölskylduna. Emma Thompson leikur Nanny McPhee sem er engin venjuleg fóstra, sem notar töfra til að hafa hemil á börnunum sem hún gætir.
13:30Big Dog BritainEinstakur heimildarþáttur sem sýnir á kómískan hátt frá lífi fólks sem deilir heimili sínu með nokkrum af stærstu hundategundum.
14:20Bara grínSprenghlægilegur og stórskemmtilegur gamanþáttur þar sem Björn Bragi Arnarsson rifjar upp bestu gamanþættina úr sögu Stöðvar 2 með myndbrotum og viðtölum við þau sem komu að gerð þáttana. Þær þáttaraðir sem teknar verða til umfjöllunnar eru Fóstbræður, Stelpurnar, 70 mínútur og Steindinn okkar auk vakta-þáttaraðanna svokölluðu; Næturvaktarinnar, Dagvaktarinnar og Fangavaktarinnar.
14:45Um land alltKristján Már Unnarsson leggur land undir fót og heimsækir áhugavert fólk.
15:20Top 20 FunniestSprenghlægilegir þættir fyrir alla fjölskylduna en hér verða sýnd skrítnustu, fyndustu og oft á tímum neyðarlegustu myndbandsupptökurnar sem gerðar hafa verið.
16:05AfbrigðiSkyggnst er inn í heim víkingasamfélagsins, sem leikur eftir sögu víkinga hér á landi auk þess að halda árlega stórfenglega víkingahátíð.
16:30Helvítis kokkurinnÍvar Örn Hansen er kallaður helvítis kokkurinn og hann gerir fyrst og fremst svakalega bragðgóðan mat. Ein uppskrift tekin fyrir í hverjum þætti. Myndataka, klipping og útlit er frekar hrátt og það er ekkert verið að velta sér mikið upp úr smáatriðum eins og málfari eða tilfinningum annarra.
16:40BumpGrátbroslegir ástralskir dramaþættir. Líf tveggja fjölskyldna flækist all verulega þegar unglingar eignast óvænt barn saman. Aðal persóna þáttanna er hin ákveðna og duglega Oly, sem er tánings stelpa með háleit markmið. Það setur þó strik í reikninginn þegar hún eignast barn án þess að vita að hún hafi verið ólétt.
17:10The GoldbergsGamanþáttaröð sem gerist á níunda áratug síðustu aldar og fjallar um fjöruga fjölskyldu sem er ekki alveg eins og fólk er flest. Sögumaðurinn er yngsti fjölskyldu meðlimurinn sem tekur allt sem fram fer á heimilinu upp á myndbandsupptökuvél og rifjar upp sögur af yfirþyrmandi móður, skapstyggum föður, uppreisnargjarnri eldri systur, stressuðum eldri bróður og svölum afa.
17:35Saved by the BellFramhaldsþáttaröð vinsælla gamanþátta frá tíunda áratugnum sem báru sama nafn.
Zack Morris er orðin ríkisstjóri í Kaliforníu og hefur sett á laggirnar prógram þar sem unglingar frá tekjulágum fjölskyldum fá flutning í gamla skólann hans, Bayside High, sem er mikill snobbskóli og allt annað en krakkarnir hafa vanist.
18:00Einfalt með EvuNýir matreiðsluþættir úr smiðju Evu Laufeyjar og nú leggur hún áherslu á einfaldan og hollan mat sem hentar nútíma fjölskyldum þar sem ekki gefst alltaf mikill tími til eldamennsku. Lögð er áhersla á gott hráefni fyrst og fremst og leiðir til þess að elda bragðgóðan mat sem nærir líkama og sál á skömmum tíma.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:40SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:50Mig langar að vitaSkemmtilegir þættir með Magnúsi Hlyn þar sem hann ferðast um landið í leit að svörum um hin ýmsu málefni og spurningum sem brenna á honum sjálfum og við fáum að fljóta með. Hann hittir hresst og áhugavert fólk og fer með okkur á merkilega staði.
18:55Bangsi og þrumublóminÞrumublómin hennar ömmu verða eldi að bráð, einmitt blómin sem gefa af sér hunangið sem gerir Bangsa að sterkasta birni í heimi. Nú þurfa Bangsi og vinir hans að sigla á haf út í von um að finna nýjar birgðir af þrumublómum.
20:05SuccessionLokaþáttaröð þessa stórgóðu þátta úr smiðju HBO um fjölmiðlamógúlinn Logan Roy og fjölskyldu hans en þegar Logan sýnir merki um að minnka við sig fer að hrikta í stoðum fjölskyldufyrirtækisins þegar fleiri en einn vilja ná völdum og stýra ættarveldinu.
21:30BarryFjórða þáttröðin um hinn lánlitla launmorðingja Barry sem er á vegferð til betra lífs hjá áhugamannaleikhúsi í Los Angeles. Fortíðin heldur þó áfram að banka á dyrnar og ætlar ekki að sleppa auðveldlega af honum takinu. Handrit þáttaraðarinnar er í höndum Bill Hader og Alec Berg en sá framleiddi einnig þættina Silicon Valley, Curb Your Enthusiasm og Seinfeld.
22:0560 MinutesVandaður þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi þar sem reyndustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heimsþekkt fólk.
22:50The TraitorsBlekkingar, lygar og svik eru þemað í þessum stórskemmtilegu raunveruleikaþáttum. 22 ókunnir einstaklingar keppast við að leysa hin ýmsu verkefni og vinna sér inn pening. Það er þó hængur á þar sem það leynast svikarar innan hópsins, sem eiga það markmið að skemma fyrir hinum. Það verða viðsnúningar, u-beygjur og allskonar uppákomur sem keppendurnir þurfa að ráða fram úr vilji þeir eiga möguleika á sigri.
23:50S.W.A.T.Hörkuspennandi þættir sem fjalla um liðsforingjann Daniel Harrelson sem er í sérsveit lögreglunnar í Los Angeles. Daniel og félagar vinna við að vernda hverfið sem hann ólst upp í en það skapar oft togstreitu milli hans og gömlu vinanna því laganna verðir eru ekki alltaf velkomnir.
00:30The GoldbergsGamanþáttaröð sem gerist á níunda áratug síðustu aldar og fjallar um fjöruga fjölskyldu sem er ekki alveg eins og fólk er flest. Sögumaðurinn er yngsti fjölskyldu meðlimurinn sem tekur allt sem fram fer á heimilinu upp á myndbandsupptökuvél og rifjar upp sögur af yfirþyrmandi móður, skapstyggum föður, uppreisnargjarnri eldri systur, stressuðum eldri bróður og svölum afa.
00:50BumpGrátbroslegir ástralskir dramaþættir. Líf tveggja fjölskyldna flækist all verulega þegar unglingar eignast óvænt barn saman. Aðal persóna þáttanna er hin ákveðna og duglega Oly, sem er tánings stelpa með háleit markmið. Það setur þó strik í reikninginn þegar hún eignast barn án þess að vita að hún hafi verið ólétt.
01:20Top 20 FunniestSprenghlægilegir þættir fyrir alla fjölskylduna en hér verða sýnd skrítnustu, fyndustu og oft á tímum neyðarlegustu myndbandsupptökurnar sem gerðar hafa verið.
02:05Saved by the BellFramhaldsþáttaröð vinsælla gamanþátta frá tíunda áratugnum sem báru sama nafn.
Zack Morris er orðin ríkisstjóri í Kaliforníu og hefur sett á laggirnar prógram þar sem unglingar frá tekjulágum fjölskyldum fá flutning í gamla skólann hans, Bayside High, sem er mikill snobbskóli og allt annað en krakkarnir hafa vanist.
02:30Nanny McPheeBráðskemmtileg og ævintýraleg mynd fyrir alla fjölskylduna. Emma Thompson leikur Nanny McPhee sem er engin venjuleg fóstra, sem notar töfra til að hafa hemil á börnunum sem hún gætir.