Stöð 2 07:55HeimsóknFrábærir þættir með Sindra Sindrasyni sem lítur inn hjá íslenskum fagurkerum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
08:20Backyard EnvyÞrír vinir og samstarfsfélagar vinna saman sem ein heild og eru sannkallað "ofurtríó" þegar kemur að landslagsmótun og -hönnun. Þau taka að sér sértæk verkefni og aðstoða viðskiptavini sína við að umbreyta venjulegum eignum sínum í eitthvað stórfenglegt.
09:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:20Dating #NoFilterNú skulum við tala af hreinskilni! Stefnumótamenningin er ekki sú glamúrfantasía sem fólki er talið trú um að hún sé. Heldur er hún drullusvað með grófum skilaboðum, hunsunum og einnar nætur gaman. Loksins fær rödd hreinskilninnar að njóta sín í þessum kostulegu stefnumótaþáttum.
09:45Hell's KitchenÍ þessari þáttaröð etur Ramsey reynsluboltum á móti nýliðum í hörku spennandi keppni. Átta fyrrverandi keppendur úr þáttunum mæta aftur til leiks til að keppa á móti átta kappsfullum nýliðum sem ætla ekki að gefa neitt eftir.
10:25Who Do You Think You Are?Afar áhugaverðir þættir þar sem þekktum einstaklingum er gefinn kostur á að rekja ættir sínar langt aftur og komast að ýmsu áhugaverðu um forfeður sína.
11:25The CabinsRómantískir raunveruleikaþættir um einhleypa einstaklinga sem eyða 24 tímum saman í notalegum skála þar sem fyrsta stefnumótið byrjar. Eftir þann tíma þurfa þau að segja til um hvort neistar hafi kviknað og ef þau vilja eyða meiri tíma saman eða hvort þetta sé ekki það sem þau leita af og segja þetta gott.
12:10BBQ kóngurinnGrillþættir af bestu gerð þar sem Alfreð Fannar býður okkur aftur velkomin á pallinn heima hjá sér í Grindavík. BBQ kónginum finnst engin ástæða til að pakka grillinu niður yfir veturinn og heldur ótrauður áfram að sinna ástríðu sinni og reiðir áfram góðar og girnilegar grillveislur. Hvað er betra en sjóðandi heitur Texas bjórpottréttur, grilluð nautarif, ostafylltar pulled pork kúlur og andalæri á grillaðri vöfflu. Að sjálfsögðu verða alvöru steikur ekki langt undan, ribeye að hætti kóngsins, fyllt lambalæri og rándýrt Wagu smakk svo eitthvað sé nefnt. Ómissandi fyrir alla sem elska að lýsa upp skammdegið með því að kveikja upp í grillinu og elda góðan mat.
12:30Pushing DaisiesÖnnur sería þessara stórskemmtilegu og frumlegu þátta. Við höldum áfram að fylgjast með Ned og hans yfirnáttúrulegu hæfileikum, en hann er smám saman að læra á þennan meðfædda eiginleika, að geta lífgað við látnar manneskjur. Þess á milli leysir hann flóknar morðgátur með unnustuna sér við hlið.
13:10America's Got Talent: All StarsSigurvegarar, atriði sem komust í úrslit, netundrin og vinsælustu atriði þáttana mætast nú til að fá úr því skorið hvert er það allra besta og hreppir stjörnutitlinn.
14:35Skreytum húsÞeir Þórunn og Fríða mynda saman Mía Magic sem starfað að málefnum langveikra barna. Þeim vantar að taka í gegn aðstöðu sína þær sem þær setja saman Míu-boxin og Soffía stóðst ekki mátið að aðstoða þessar hetjur.
14:45Skreytum húsSoffía hjá skreytumhus.is sækir fólk heim og hjálpar því að finna lausnir á því hvernig er hægt að gjörbreyta ásýnd heimilisins án þess að fara í miklar framkvæmdir. Soffía leggur áherslu á að finna persónulegan stíl og nýta það sem fyrir er og hjálpar fólki að gera fallegt heima fyrir án þess að tæma veskið.
15:00Grand Designs: AustraliaAthyglisverðir þættir þar sem fylgst er með dirfskufullum einstaklingum er þeir hanna og byggja draumaheimilið sitt.
15:50Rax AugnablikLjósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í. Rax Augnablik vann til Edduverðlauna í flokknum Menningarþáttur ársins 2021.
16:00The Great British Bake OffStórskemmtilegir matreiðsluþættir og einir vinsælustu þættir Bretlands. Áhugabakarar keppast með færni sinni og útsjónarsemi um að heilla ofur smámunasama dómara. Að lokum stendur einn uppi sem sigurvegari og titilinn áhugabakari ársins.
16:55Home EconomicsSpaugilegir gamanþættir um hjartfólgið, mjög óþægilegt og stundum þreytandi samband þriggja fullorðinna systkina. Þótt þau séu náin þá getur það valdið togstreytu að systkinin eru alveg á sitthvorum staðnum fjárhagslega. Systirin hefur ekki mikið á milli handanna og býr í lítilli íbúð; yngri bróðirinn veit ekki aura sinna tal og keypti húsið sitt af Matt Damon; svo er það elsti bróðir sem er þarna einhvers staðar á milli.
17:20Pushing DaisiesÖnnur sería þessara stórskemmtilegu og frumlegu þátta. Við höldum áfram að fylgjast með Ned og hans yfirnáttúrulegu hæfileikum, en hann er smám saman að læra á þennan meðfædda eiginleika, að geta lífgað við látnar manneskjur. Þess á milli leysir hann flóknar morðgátur með unnustuna sér við hlið.
18:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55The CabinsRómantískir raunveruleikaþættir um einhleypa einstaklinga sem eyða 24 tímum saman í notalegum skála þar sem fyrsta stefnumótið byrjar. Eftir þann tíma þurfa þau að segja til um hvort neistar hafi kviknað og ef þau vilja eyða meiri tíma saman eða hvort þetta sé ekki það sem þau leita af og segja þetta gott.
19:40Home EconomicsGamanþættir um hjartfólgið, mjög óþægilegt og stundum þreytandi samband þriggja fullorðinna systkina. Þótt þau séu náin þá getur það valdið togstreytu að systkinin eru alveg á sitthvorum staðnum fjárhagslega. Systirin hefur ekki mikið á milli handanna og býr í lítilli íbúð; yngri bróðirinn veit ekki aura sinna tal og keypti húsið sitt af Matt Damon; svo er það elsti bróðir sem er þarna einhvers staðar á milli.
20:00The BlacklistÞað er komið að lokaþáttaröðinni með James Spader í hlutverki hins magnaða Raymond Reddington eða Red. Red er á leiðinni í stríð, við alla og það kemur ekkert annað til greina en að vinna það stríð.
20:40NCISGeysivinsælir og léttir spennuþættir sem fjalla um félagana í rannsóknardeild bandaríska sjóhersins. Eins og áður glíma þau við flókin og hættuleg verkefni
21:25Borgríki 2Myndin segir frá Hannesi, metnaðarfullum yfirmanni innra eftirlits lögreglunnar. Til að ráða niðurlögum stórra glæpasamtaka ákveður hann að rannsaka Margeir, spilltan yfirmann í fíkniefnadeild lögreglunnar, eftir að hafa fengið ábendingu frá Gunnari sem situr í fangelsi. Hannes afræður að koma ungri lögreglukonu, Andreu, í stöðu njósnara á ferðum Margeirs. Aðgerðirnar leiða Hannes á hálan ís þar sem erfitt reynist að halda hugsuninni skýrri eftir því sem hann kemst nær takmarki sínu, að ná bæði Margeiri og erlenda glæpaforingjanum Sergej.
23:00Silent WitnessBreskir sakamálaþættir af allra bestu gerð frá BBC sem fjalla um liðsmenn réttarrannsóknardeildar lögreglunnar í London sem kölluð er til þegar morð hafa verið framin. Nikki Alexander og samstarfsfólk hennar eru öll afar fær á sínu sviði og láta sönnunargögnin á líkinu leiða sig að sannleikanum. Hvert mál er sem þau fást við er rakið í tveimur þáttum.
23:50Masters of SexWilliam Masters og Virginia Johnson eru algjörir frumkvöðlar á sviði kynlífsrannsókna. Þættirnir fjalla um óvenjulegt líf þeirra, ástir og feril.
00:50The DiplomatGlæpaþættir um ræðismanninn Lauru Simmons og samstarfsmenn hennar í Barselóna þar sem þau reyna að hjálpa og vernda breska ríkisborgara sem lenda í klandri í Katalónísku borginni.
01:35The TudorsDramatísk þáttaröð með gæðaleikaranum Jonathan Rhys Meyers í aðalhlutverki. Mayers er hér í hlutverki Henrys VIII sem þekktur var fyrir ástarsambönd sín ekki síður en konungstitilinn. Í þáttunum er fylgst með lífi og ástum Henrys sem og þeirra sem stóðu honum næst. (1:10) Kvennamál Henrys eru í brennidepli þegar í ljós kemur að aðstoðarkona drottningar gengur með barn hans.
02:25DominaSögulegir dramaþættir um merkilega sögu Liviu Drusillu sem náði, þrátt fyrir mótlæti og verða voldugasta kona heims, keisaradrottning Rómar.