Stöð 2 08:00Litli MalabarLitli Malabar er mjög heppinn strákur. Alheimurinn er leikvöllurinn hans. Hann talar við plánetur og stjörnur til að skilja hvaðan þær koma.
08:00Rita og krókódíllRita á mjög fyndinn vin, krókódíl, sem býr í baðkari. Saman geta þau ferðast út um allt og upplifað fyndin og krúttleg ævintýri.
08:05HvítatáHvítatá á afmæli.
08:10Lilli tígurLilli tígur er mættur til Asíu með mömmu sinni og pabba. Veiðimenn heyra í Lilla tígur og þeir ná að veiða hann. Þökk sé góðri heyrn mömmu hans þá bjargast Lilli tígur frá veiðimönnunum. Lilli tígur veit alveg hvað svona vondir veiðimenn gera við litla tígrishvolpa ef þeir ná þeim. Lilli tígur hittir einnig hýenu og fleiri frábær dýr í Asíu.
08:15PínkuponsurnarBleikur, Blár, Appelsínugulur, Gulur og Grænn eru skemmtilegar leirfígúrur sem, í gegn um leik, læra um heiminn í kring um sig. Hver þáttur snýst um fræðandi efni sem tengjast þroskaferli barna eins og samskipti, samvinna, samkennd og fjölbreytileika lífsins.
08:15Taina og verndarar AmazonJákvæð, gleðileg og vinarleg þáttaröð með sterkum skilaboðum til barna um mikilvægi náttúrunnar, umhverfisins, regnskógarins og alls sem þar lifir.
08:25Danspartý með Skoppu og SkrítluÍ ellefta þætti hitta vinkonurnar hóp af börnum á aldrinum 2-6 ára. Þau æfa sig í að læra að þekkja litina og þurfa svo að leysa hinar ýmsu þrautir þeim tengdum.
08:50SólarkanínurSkemmtilegir þættir um fimm litríkar kanínur sem eru alltaf til í ævintýri.
08:55SólarkanínurSkemmtilegir þættir um fimm litríkar kanínur sem eru alltaf til í ævintýri.
09:05Elli og LóaÍkorni og bjarnarhúni eru alin upp sem systkini í tignarlegu kastaníutré. Þau leika sér og alast upp í náttúrunni þar sem þau uppgötva hin ýmsu ævintýri. En hvað lífið er dásamlegt.
09:15Gus, riddarinn pínuponsEinu sinni var strákur sem þráði að verða mesti riddari í öllu Karamelluríki. Eina vandamálið... hann er pínu lítill. Gus mun sanna að dugað hjarta getur sigrast á hverju sem er.
09:25Rikki SúmmLitla, rauða, mótorhjólið Rikki og félagar hans þeysast um brautir og reyna við nýjar þrautir í garðinum ásamt því að stýra í átt nýrra ævintýra.
09:40LatibærFyrsta þáttaröðin um Íþróttaálfinn, Sollu stirðu, Nenna níska, Glanna glæp og fleiri skemmtilega vini þeirra í Latabæ.
10:00Tappi músÞessar skemmtilegu teiknimyndir eru byggðar á barnabókum eftir ítalska höfundinn Andrea Dami með teikningum eftir Marco Campanella. Hver einasti dagur ber í skauti sér ný tækifæri fyrir Tappa til að kanna veröldina og undrin sem í henni leynast ásamt fjölskyldu sinni og vinahóp þar sem kætin og gleðin ræður ætíð för.
10:10Mæja býflugaSkemmtilegir þættir um forvitnu býfluguna Mæju sem lendir í alls konar ævintýrum með vinum sínum, þeim Skildi, Villa og Max.
10:20GeimvinirÞrír bestu vinir ferðast um heima og geima í þessum ævintýralega skemmtilegu þáttum, með það markmið að eignast nýja vini frá öðrum plánetum.
10:30Mia og égÞættirnir fjalla um hina tólf ára gömlu Míu sem í gegnum gjöf frá föður sínum, sem var uppfinningamaður, getur ferðast inn í álfa- og ævintýralandið Sentópíu þar sem hún breytist sjálf í álfastelpu.
10:55Denver síðasta risaeðlanÍ Beinabæ býr Scott fjölskyldan. Þau hafa öðlast frægð út af einum fjölskyldumeðlimi, lítilli risaeðlu sem heitir Denver. Denver hefur alist upp með Hara en þeir fæddust sama daginn. Við fylgjumst með daglegu amstri Denvers og vina hans en daglegt líf með risaeðlu er ekkert venjulegt líf.
11:10Hér er FoliVenjuleg stelpa lifir óvenjulegu lífi fyrir sakir besta vinar hennar sem er óútreiknanlegur, svívirðilegur og kostulegur talandi hestur. Sama hversu mikið hann flækir lífið hennar veit Anna að allt verður betra svo lengi sem Foli er henni við hlið.
11:30NáttúruöflBad Nature svarar öllum þeim frábærlega furðulegu spurningum sem þú vissir ekki að væru til, eins og t.d. kúk hvaða dýrs er hægt að sjá frá geimnum? Og hvaða dýr breytir sér í ísklump til að þola kulda? Spenntu beltin því þú ert á leiðinni í undravert ferðalag.
11:35Are You Afraid of the Dark?Spennandi þáttaröð sem fjallar um nýjasta meðlim Miðnæturfélagsins, fyrstu draugasöguna hennar og hvað gerist þegar hræðilegir atburðir sögunnar eiga sér stað í raunveruleikanum.
12:20Lóa Pind: Battlað í borginniSpennandi þáttaröð með Lóu Pind sem hefur í vetur fylgst með fimm kraftmiklum ungmennum af erlendum uppruna æfa sig fyrir danskeppni, þar sem bestu streetdans unglingar sem Ísland á, battla til sigurs.
13:05Top 20 FunniestSprenghlægilegir þættir fyrir alla fjölskylduna með skrítnustu, fyndustu og neyðarlegustu myndbandsupptökurnar sem gerðar hafa verið.
13:45Mr. MayorTed Danson og Holly Hunter fara með aðalhlutverk í þessum bráðskemmtilegu gamanþáttum.
Kaupsýslumaður á eftirlaunum ákveður að bjóða sig fram til borgarstjóra Los Angeles til að sanna að "hann sé ennþá með þetta". Hann vinnur kosningarnar og þarf þá að finna út úr því hvað það er sem hann stendur fyrir meðan hann reynir að gera eitthvað rétt fyrir næst skrítnustu borg Bandaríkjanna. Ásamt því þarf hann að vinna sér inn virðingu mesta gagnrýnanda síns og reyna að ná tengslum við dóttur sína sem er á unglingsaldri.
14:10KvissStórskemmtilegur spurningaþáttur í umsjón uppistandarans og sjónvarpsmannsins Björns Braga Arnarssonar þar sem þekktir Íslendingar keppa fyrir hönd íþróttafélaganna sem þeir styðja. Þótt liðin skiptist eftir íþróttafélögum er ekki um íþróttaþátt að ræða, heldur eru spurningar úr öllum áttum. Keppendur eru ekki íþróttafólk heldur nægir að þeir hafi alist upp í hverfi íþróttafélagsins eða hafi æft íþróttir með félaginu á yngri árum. Liðin sem vinna sínar viðureignir halda áfram leik þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari og verður krýnt Íslandsmeistari í Kviss spurningakeppni 2020.
14:50KvissFjórða þáttaröð spurningaþáttanna Kviss í umsjón Björns Braga Arnarssonar þar sem þekktir Íslendingar mætast fyrir hönd íþróttaliðanna sem þeir styðja.
15:40Gerum betur með GurrýFræðslu- og skemmtiþættir þar sem fjallað er um heilsu frá ýmsum sjónarhornum. Í hverjum þætti svara sérfræðingar spurningum og fræða um efnið á mannamáli. Í gegnum þáttaröðina er fylgt eftir sjö einstaklingum sem taka þátt í heilsuáskorun og sjáum hvaða hindrunum þeir lenda í við að tileinka sér heilbrigðari lífstíl.
16:10Parental GuidanceAlly Langdon og ástralski uppeldisfræðingurinn Dr. Justin Coulson taka hér höndum saman með tíu settum af ólíkum foreldrum og ætla að láta reyna á aðferðir þeirra við að ala börnin upp.
17:00Lego Masters USALego áhugafólk keppir sín á milli í tveggja manna liðum með ótakmarkað magn af Lego-kubbum og endalausum möguleikum. Það reynir á útsjónarsemi, sköpunargleði og samvinnu liðanna til að útbúa sannkölluð listaverk og hreppa titilinn bestu áhugamanna Lego-smiðirnir.
17:4060 MinutesVandaður þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi þar sem reyndustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heimsþekkt fólk.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
19:00Bætt um beturHeimilis- og lífstílsþáttur þar sem innanhúsarkitektarnir Ragnar Sigurðsson og Hanna Stína aðstoða fólk sem langar að breyta til heima hjá sér og vantar góð ráð frá fagfólki.
19:35The Sandhamn MurdersSænskar spennumyndir byggðar á hinum vinsælu bókum ritöfundarins Vivecu Stens. Hver mynd segir sjálfstæða sögu og fjallar um rannsóknarlögreglumanninn Alexander og lögfræðinginn Noru Lindes sem búa í friðsælum bæ en undir yfirborðinu er eitthvað illt á sveimi.
21:05Based on a True StoryKostulegir og geggjaðir þættir með Kaley Cuoco (Big Bang Theory) og Chris Messina (The Mindy Project) í aðalhlutverkum. Fasteignasali, pípari og fyrrverandi tennisstjarna grípa ótrúlegt tækifæri til að nýta sér þráhyggju samlanda sinna á sönnum glæpum. Það gæti hins vegar komið illilega í bakið á þeim.
21:35Black SnowStórgóðir ástralskir glæpaþættir og ráðgáta. Árið 1995 var hin sautján ára gamla Isabel Baker myrt en málið var aldrei leyst og morðinginn því ennþá laus. Nú er árið 2020 og innihald tímahylkis kemur rannsóknarlögreglumanninum James Cormack á snoðir morðingjans.
22:25The TudorsJohnathan Rhys Meyers fer með hlutverks Hinriks VIII sem er einn nafntogaðasti konungur sögunnar. Hann var ófeiminn við að beita óvini sína harðræði og átti í stormasömu sambandi við fjölda kvenna, þar á meðal fimm eiginkonur. Hann veigraði sér ekki við því að koma þeim fyrir kattarnef ef þær sýndu honum vanþóknun. Þess má geta að hin íslenska Anita Briem fer með hlutverk þriðju eiginkonu Hinriks.
23:15ChivalryNýir gamanþættir um beiskt samband farsæls framleiðanda og höfundar/leikstjóra sem einkennist af undarlegu aðdráttarafli og þeirri tilfinningu að þau séu einungis peð í plotti myndversins um Sádi-Arabíska yfirtöku.
23:35The SinnerFjórða þáttaröð þessara hörkuspennandi þátta með Bill Pullman í aðalhlutverki. Rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Ambrose er sestur í helgan stein og er ennþá að jafna sig eftir síðasta mál þegar hann ákveður að ferðast til Hanover-eyju með vinkonu sinni, Sonyu Barzel. Þegar óvæntur harmleikur á sér stað á eyjunni, er Ambrose fenginn til að rannsaka málið.
00:25The SinnerFjórða þáttaröð þessara hörkuspennandi þátta með Bill Pullman í aðalhlutverki. Rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Ambrose er sestur í helgan stein og er ennþá að jafna sig eftir síðasta mál þegar hann ákveður að ferðast til Hanover-eyju með vinkonu sinni, Sonyu Barzel. Þegar óvæntur harmleikur á sér stað á eyjunni, er Ambrose fenginn til að rannsaka málið.
01:05SurrealEstateKómískir og leyndardómsfullir þættir frá 2021 um fasteignasalan Nick Roman og teymið hans en þau sérhæfa sig í "frumspekilegum eignum" eða m.ö.o. draugahúsum.
01:50Queen SugarMagnaðir þættir sem byggðir eru á metsölubók og framleiddir af Oprah Winfrey. Þættirnir fjalla um líf þriggja afar ólíkra systkina sem taka við fjölskyldufyrirtækinu í hjarta Luisiana. Óuppgerð mál líta dagsins ljós og systkinin þurfa að taka á honum stóra sínum við að koma rekstri fyrirtækisins í réttan farveg og lífi þeirra aftur í eðlilegt horf.
02:30Lego Masters USALego áhugafólk keppir sín á milli í tveggja manna liðum með ótakmarkað magn af Lego-kubbum og endalausum möguleikum. Það reynir á útsjónarsemi, sköpunargleði og samvinnu liðanna til að útbúa sannkölluð listaverk og hreppa titilinn bestu áhugamanna Lego-smiðirnir.
03:10Parental GuidanceAlly Langdon og ástralski uppeldisfræðingurinn Dr. Justin Coulson taka hér höndum saman með tíu settum af ólíkum foreldrum og ætla að láta reyna á aðferðir þeirra við að ala börnin upp.