Stöð 208:00HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
08:15The Carrie Diariesí þessum skemmtilegu þáttum er fylgst með Carrie Bradshaw, sem áhorfendur þekkja úr þáttaröðinni Sex and the City, þegar hún var yngri og að stíga sín fyrstu spor á framabrautinnni.
09:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:20NCISGeysivinsælir og léttir spennuþættir sem fjalla um félagana í rannsóknardeild bandaríska sjóhersins. Eins og áður glíma þau við flókin og hættuleg verkefni
10:05StelpurnarFrábærir sketsaþættir þar sem stelpurnar fara á kostum með óborganlegum leik og geggjað grín. Á meðal leikenda eru Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Kjartan Guðjónsson en leikstjóri er Óskar Jónasson. Sigurjón Kjartansson er einn handritshöfundur ásamt hópi valinkunnra kvenna.
10:25Um land alltKristján Már Unnarsson heimsækir Ásbrú á Keflavíkurflugvelli. Þar sem áður var bandarísk herstöð er núna þrjúþúsund manna íslenskur fjölskyldubær. Þar eru grunnskóli og háskólasamfélag, flugakademía, hótel, veitingastaðir, tónleikahús og spennandi sprotafyrirtæki.
11:00Top 20 FunniestSprenghlægilegir þættir fyrir alla fjölskylduna með skrítnustu, fyndustu og neyðarlegustu myndbandsupptökurnar sem gerðar hafa verið.
11:40Á uppleiðVandaður sþáttur í umsjón Sindra Sindrasonar. Í hverjum þætti kynnumst við íslenskum konum, vel menntuðum, metnaðargjörnum og frábærum fyrirmyndum sem lifa drauminn.
12:00MoonshineDrama- og gamanþáttur sem fjallar um afbrigðilegu Finley-Cullens fjölskylduna. Hálfsystkyni sem berjast um yfirráð yfir fjölskyldufyrirtækinu, The Moonshine, sem er tveggja stjörnu sumardvalarstaður á góðum degi... sá dagur var 1979. Staðurinn er einnig einu skerfi frá gjaldþroti og hefur að geyma dularfullt fjölskylduleyndarmál.
12:40NeighboursNágrannarnir í Ramsey-götu eru mætt aftur. Bæði ný og gömul andlit taka á móti okkur og saman fylgjumst við með lífinu halda áfram hjá góðum grönnum.
13:05Home EconomicsGamanþættir um hjartfólgið, mjög óþægilegt og stundum þreytandi samband þriggja fullorðinna systkina. Þótt þau séu náin þá getur það valdið togstreitu að systkinin eru alveg á sitthvorum staðnum fjárhagslega. Systirin hefur ekki mikið á milli handanna og býr í lítilli íbúð; yngri bróðirinn veit ekki aura sinna tal og keypti húsið sitt af Matt Damon; svo er það elsti bróðir sem er þarna einhvers staðar á milli.
13:25Shark TankStórgóðir og spennandi raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
14:10Masterchef USAÞrettánda þáttaröðin og nú kemur í ljós í hvaða hluta Bandaríkjanna er besti maturinn. Hvaða landsvæði fær bikarinn heim til sín? Hvaðan kemur meistarakokkurinn?
14:50The Dog HouseRaunveruleikaþættir um starfsfólk Wood Green sem er góðgerðastofnun sem sérhæfir sig í að finna hið fullkomna heimili fyrir heimilislausa hunda. Ómissandi þáttur fyrir alla dýravini.
15:35Alex from IcelandAlex og Jógvan Hansen fara í fallhlífarstökk.
15:55The Good DoctorSjötta þáttaröð þessara vönduðu og dramatísku þátta með Freddie Highmore í aðalhlutverki og fjallar um ungan skurðlækni sem er bæði einhverfur og með Savant heilkenni.
16:45Börn þjóðaHver er upplifun Íslendinga af erlendum uppruna af íslensku samfélagi? Eru Íslendingar fordómafull þjóð?
Logi Pedro leitar svara og sest niður í sófanum heima með einstaklingum sem allir eiga það sameiginlegt að vera Íslendingar, búsettir á Íslandi, og af erlendu bergi brotnir. Ljósi er varpað á samfélagslegan reynsluheim hvers og eins viðmælanda, uppeldi og búsetu í samfélagi á norðurhjara veraldar og upplifun af því að eiga ólíkan menningarlegan og kynþáttalegan bakgrunn frá hinum "hefðbundna" Íslendingi.
17:10Feðgar á ferðFrábærir þættir þar sem feðgarnir Magnús Hlynur og Fannar Freyr ferðast um landið sunnanvert og taka hús á skemmtilegu fólki sem á það sameiginlegt að hafa einstaklega jákvæða sýn á lífið. Eins og þeim einum er lagið ná feðgarnir alltaf að líta á björtu hliðarnar og hafa sérstaka hæfileika til þess að draga það besta úr hversdagsleikanum.
17:35Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:00NeighboursNágrannarnir í Ramsey-götu eru mætt aftur. Bæði ný og gömul andlit taka á móti okkur og saman fylgjumst við með lífinu halda áfram hjá góðum grönnum.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55Ísland í dagSkemmtilegur og fjölbreyttur dægurmálaþáttur.
19:10Jamie's One Pan at ChristmasJamie fer í jólagírinn með einföldum, stresslausum, réttum til að hjálpa þér að gera jólamatinn extra sérstakan.
20:00Grand DesignsGlæsilegir þættir þar sem fylgst er með stórkostlegum endurbótum á heimilum. Oftar en ekki er einblýnt á nútímahönnun, orkunýtni, hvernig á að hámarka nýtingu á plássi og útsýni.
20:45BupkisLeikarinn og grínistinn Pete Davidson veitir okkur, á sinn einstaka hátt, innsýn í líf sitt í þessum kostulegu gamanþáttum. Með því að vinna úr flóknum fjölskylduhögum og flækjunum sem fylgja frægðinni reynir hann að byggja upp mikilvægu samböndin í lífi sínu.
21:15Cocaine Bear: The True StoryHeimildarmynd þar sem fjallað er ýtarlega um stórfurðulegu atburðina á bak við Hollywood myndina Cocaine Bear.
22:10FriendsBestu vinir allra landsmanna eru að sjálfsögðu Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler.
22:30FriendsJoey ræður ekki við sig lengur og játar tilfinningar sínar í garð Rachel fyrir Ross. Þeir félagar verða sammála um það að hann verði að segja Rachel frá þessu hverjar sem afleiðingarnar kunna að verða.
22:5560 MinutesVandaður þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi þar sem reyndustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heimsþekkt fólk.
23:35Vampire AcademyBlóðþyrstir þættir sem byggðir eru á bókum eftir verðlaunahöfundinn Richelle Mead. Í heimi forréttinda og glamúrs litast vinskapur tveggja ungra kvenna af ólíkum bakgrunni þeirra. Á sama tíma undirbúa þær sig til að klára menntun sína svo þær fái inngöngu í hástéttarsamfélag vampíra.
00:25ChapelwaiteUm miðja 19. öld flytur Charles Boone skipstjóri með fjölskyldu sína í rólega smábæinn Preacher's Corner. En áður en langt um líður láta gömul fjölskylduleyndarmál á sér kræla og Boone þarfa að takast á við drauga fortíðar.
01:15Masterchef USAÞrettánda þáttaröðin og nú kemur í ljós í hvaða hluta Bandaríkjanna er besti maturinn. Hvaða landsvæði fær bikarinn heim til sín? Hvaðan kemur meistarakokkurinn?
01:55Shark TankStórgóðir og spennandi raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
02:35The Good DoctorSjötta þáttaröð þessara vönduðu og dramatísku þátta með Freddie Highmore í aðalhlutverki og fjallar um ungan skurðlækni sem er bæði einhverfur og með Savant heilkenni.
03:20The Dog HouseRaunveruleikaþættir um starfsfólk Wood Green sem er góðgerðastofnun sem sérhæfir sig í að finna hið fullkomna heimili fyrir heimilislausa hunda. Ómissandi þáttur fyrir alla dýravini.