Stöð 208:00HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
08:20The Carrie Diariesí þessum skemmtilegu þáttum er fylgst með Carrie Bradshaw, sem áhorfendur þekkja úr þáttaröðinni Sex and the City, þegar hún var yngri og að stíga sín fyrstu spor á framabrautinnni.
09:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:25Um land alltKristján Már Unnarsson leggur land undir fót og heimsækir áhugavert fólk.
09:40First DatesFred og félagar halda áfram að hjálpa fólki að finna ástina og við fáum að fylgjast með hvernig nokkrum pörum vegnar á fyrsta stefnumótinu.
10:25Matargleði EvuFróðleg og freistandi þáttaröð þar sem Eva Laufey Hermannsdóttir leggur ríka áherslu að elda góðan og fjölbreyttan mat frá grunni og kennir á horfendum að töfra þá fram á skemmtilegan hátt.
10:55Hvar er best að búa?Frábærir þættir með Lóu Pind sem heimsækir Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast. Við fylgjumst með athafnasömu ævintýrafólki sem keypti jörð og byggði sér heimili á eldfjalli á La Palma, frumkvöðli og lækni í Bandaríkjunum, stressinu við að opna veitingastað á Jótlandi, hjónum sem hafa hreiðrað um sig með fimm börn á Menorca, fiðluleikara sem elti ástina til Ísrael, systkinum sem lifa ólíku lífi og loks nýgiftum hjónum sem lifa og hrærast í heimi taílenskra bardagaíþrótta á paradísareyju í hitabeltinu.
11:3510 Years Younger in 10 DaysVandaðir og einlægir lífstílsþættir í umsjón Cherry Healey sem aðstoðar fólk við að hressa uppá útlitið með áhrifaríkri yngingarmeðferð. Skjólstæðingarnir hafa hver sína ástæðu fyrir þátttöku og Cherry finnur leið sem sniðin er að hverju tilfelli með aðstoð fagsérfræðinga. Í hverjum þætti sjáum við hvernig hægt er að yngjast um allt að 10 ár með aðstoð Cherry og sérfræðinganna.
12:20AfbrigðiSkoðaður er heimur dáleiðenda sem beita dáleiðslu til að hjálpa fólki að fá frelsi frá ýmsum neikvæðum kvillum eða vandamálum; bæði andlegum og líkamlegum.
12:45B PositiveMeinfyndnir þættir um Drew sem er nýfráskilinn og í leit að nýrnagjafa. Hann er við það að gefa upp alla von þegar hann rekst á gamlan og óútreiknanlegan skólafélaga, Ginu, sem bíður honum sitt nýra. Þessi vegferð býr til ótrúlegt samband þeirra á milli og breytir lífi þeirra beggja.
13:10Leitin að upprunanumÞriðja þáttaröð af þessum geysivinsælu þáttum. Enn aðstoðar sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir viðmælendur sína við að leita uppruna síns víða um heim. Sögur viðmælenda eru jafn misjafnar og þær eru margar. Sumir hófu leit sína nýverið, en aðrir hafa reynt að leysa gátuna um uppruna sinn í áratugi. Sigrún Ósk hefur fengið bæði Edduverðlaun og Blaðamannaverðlaun BÍ fyrir þessa þætti. Myndataka er í höndum Egils Aðalsteinssonar og um klippingu sér Jón Grétar Gissurarson.
13:50The PM's DaughterCat er eins og hver annar unglingur að öllu leyti nema einu, mamma hennar er forsætisráðherra Ástralíu. Með nýju vinum sínum reynir Cat að þreifa sig áfram í lífinu en það er ekki auðvelt að vera alltaf sviðsljósinu.
14:10KrakkakvissBerglind og Mikael hafa umsjón í þessari krakkaútgáfu af geysivinsælu spurningarþáttunum, KVISS. Í þetta skiptið taka þau á móti 10-12 ára krökkum og spyrja þau spjörunum út um allt milli himins og jarðar en nú eru það þrír keppendur saman í liði, á aldrinum 10-12 ára sem keppa fyrir hönd síns íþróttafélags.
14:40Aðventan með Völu MattStórgóðir þættir með Völu Matt þar sem við fáum hugmyndir um það hvernig við getum haft það notalegt á aðventunni og jólunum. Flottir hönnuðir og einstaklingar gefa okkur hugmyndir að fallegum jólaskreytingum heimilisins. Innanhússarkitekt gefur litaráðgjöf til að mála fyrir jólin. Við sjáum hvernig við getum pakkað inn jólagjöfunum á fallegan og óvenjulegan hátt. Skoðum hvernig við getum skreytt jólaborðin. Við fáum leiðbeiningar til að minnka jólastressið. Jólafötin og jólatískan verða skoðuð. Svo fáum við girnilegar jóla mataruppskriftir fyrir hátíðirnar og margt fleira skemmtilegt.
15:05Schitt's CreekFjórða gamanþáttaröð þessara geggjuðu gamanþátta um fjölskyldu sem hefur lifað í vellystingum. Pabbinn rak myndbandaleigu, móðirin var leikkona í vinsælli sápuóperuþáttaröð og börnin þeirra David og Alexis þurftu ekkert að hafa fyrir hlutunum... þar til núna.
15:30Britain's Got TalentStærsta hæfileikakeppni heims og skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Dómarar eru þau Simon Cowell, leikkonan Amanda Holden, söngkonan Alesha Dixon og atvinnudansarinn og Strictly Come Dancing dómarinn Bruno Tonioli. Kynnar eru skemmtikraftarnir Ant og Dec og fara á kostum eins og þeim einum er lagið.
16:25Next Stop ChristmasAngie veltir því fyrir sér hvernig lífið hefði þróast ef hún hefði gifst fyrrverandi kærastanum sínum sem varð síðar frægur íþróttafréttamaður. Hún ferðast heim með lest til þess að eyða jólunum með fjölskyldunni en þegar hún kemur á áfangastað er hún stödd í fortíðinni. Það gefur henni tækifæri til að endurskoða liðna atburði og læra hvað skiptir hana mestu máli.
17:50Jóladagatal Árna í ÁrdalÓmissandi aðventuþættir með Árna Ólafi úr Hinu blómlega búi. Hér mun hann koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna.
18:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
19:00IdolGlæsilegur skemmtiþáttur þar sem keppendur freista þess að verða næsta Idol-stjarna. Í dómnefnd sitja Birgitta Haukdal, Herra Hnetusmjör, Bríet og Daníel Ágúst og kynnar eru þau Aron Már og Sigrún Ósk.
20:10Lego Masters USALego áhugafólk keppir sín á milli í tveggja manna liðum með ótakmarkað magn af Lego-kubbum og endalausum möguleikum. Það reynir á útsjónarsemi, sköpunargleði og samvinnu liðanna til að útbúa sannkölluð listaverk og hreppa titilinn bestu áhugamanna Lego-smiðirnir.
20:55Harry Potter and the Order of PhoenixFimmta myndin um Harry Potter sem er sannfærður um að hinn illi Voldermort sé kominn aftur en galdraskólinn er í algerri afneitun. Ráðuneytið sendir því nýjan kennara til Hogwarts til að reyna þagga niður þann orðróm sem Harry hefur komið af stað. Nú þurfa því Harry og vinir hans að finna sjálfir leið til þess að takast á við eina mestu ógn galdrasamfélagsins.
23:10FriendsGamanþáttaröð um vinsælust vini í heimi.
23:35FriendsJoey er tilnefndur til verðlauna og er tilbúinn til að gera hvað sem er til að vinna þau. Einn af nemendum Ross játar honum ást sína og Monica áttar sig á því að Chandler er maðurinn í lífi hennar.
23:551UPValerie er ákafur tölvuleikjaspilari sem landar sæti í rafíþróttaliði háskólans sem hún gengur í. Ósátt við framkomu karlkyns liðsfélaga sinna ákveður hún að stofna lið sem er einvörðungu skipað stúlkum. Full eldmóðs er ætlun hennar að leggja gamla liðið sitt að velli á stórmóti sem er framundan.
01:30Monsters of ManVélmennaframleiðandi sem vill komast á hersamning fer að vinna með spilltum leyniþjónustumanni við ólölegar prófanir á fjórum drápsvélum. Þeir senda prufuvélar af stað í Gyllta þríhyrninginn, þar sem eiturlyf eru framleidd. Í stað þess að drepa glæpamenn sem engin myndi sakna falla saklausir borgarar í aðgerðinni. Sex læknar sem starfa við mannúðaraðstoð verða vitni að verknaðnum og verða því næsta skotmark.
03:40A Friend of the FamilyHrottaleg, sönn, saga Broberg fjölskyldunnar um það hvernig hrífandi fjölskyldu"vinur" með þráhyggju tókst að ræna dótturinni, Jan, þónokkrum sinnum yfir árabil.