Stöð 208:00SöguhúsiðVinir hittast í leynilegu tréhúsi og deila á milli sín uppáhalds bókunum sínum. Í hverjum þætti er tekin fyrir ein saga en allar hafa þær mismunandi grafík.
08:05UngarHefur þú velt því fyrir þér hvernig afkvæmi dýra sofa? Í þessum fallegu þáttum er leyndarmálið afhjúpað.
08:05Sögur af svöngum björnumEins og allir vita eru birnir að mestu einfarar en Nói og Stígur eru bestu vinir og búa saman í skóginum.
08:15Danspartý með Skoppu og SkrítluÍ sjöunda þætti hitta vinkonurnar hóp af börnum á aldrinum 3-4 ára og saman skella þau sér í ævintýralegt hundaferðalag uppí sveit.
08:30Pipp og PósýPipp og Posý eru mús og kanína og frábærir vinir. Líf þeirra snýst um undursamlegan heim gleði og leikja sem er fullur af hlýju og húmor.
08:40SólarkanínurSkemmtilegir þættir um fimm litríkar kanínur sem eru alltaf til í ævintýri.
08:45Elli og LóaÍkorni og bjarnarhúni eru alin upp sem systkini í tignarlegu kastaníutré. Þau leika sér og alast upp í náttúrunni þar sem þau uppgötva hin ýmsu ævintýri. En hvað lífið er dásamlegt.
09:00GeimvinirÞrír bestu vinir ferðast um heima og geima í þessum ævintýralega skemmtilegu þáttum, með það markmið að eignast nýja vini frá öðrum plánetum.
09:10StrumparnirGlænýir þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
09:20LatibærSkemmtilegir þættir um Íþróttaálfinn, Sollu stirðu, Nenna níska, Glanna glæp og fleiri skemmtilega vini þeirra í Latabæ.
09:30Taina og verndarar AmazonJákvæð, gleðileg og vinarleg þáttaröð með sterkum skilaboðum til barna um mikilvægi náttúrunnar, umhverfisins, regnskógarins og alls sem þar lifir.
09:45Tappi músÞessar skemmtilegu teiknimyndir eru byggðar á barnabókum eftir ítalska höfundinn Andrea Dami með teikningum eftir Marco Campanella. Hver einasti dagur ber í skauti sér ný tækifæri fyrir Tappa til að kanna veröldina og undrin sem í henni leynast ásamt fjölskyldu sinni og vinahóp þar sem kætin og gleðin ræður ætíð för.
09:50Billi kúrekahamsturAð alast upp í Villta vestrinu og heyra spennandi sögur frá pabba sínum vekur ævintýraþrána hjá hamstrinum Billa. Hann er harðákveðinn í að feta í fótspor kúrekanna sem komu á undan honum og ásamt dyggum vinum sínum heldur hann af stað út í spennandi óvissuna.
10:00Gus, riddarinn pínuponsEinu sinni var strákur sem þráði að verða mesti riddari í öllu Karamelluríki. Eina vandamálið... hann er pínu lítill. Gus mun sanna að hugað hjarta getur sigrast á hverju sem er.
10:15Rikki SúmmLitla, rauða, mótorhjólið Rikki og félagar hans þeysast um brautir og reyna við nýjar þrautir í garðinum ásamt því að stýra í átt nýrra ævintýra.
10:25SmávinirSmávinirnir er glaðlegt gengi sex ólíkra vina. Eins og mörg börn, nota þau teikningar til að finna svör við spurningum um lífið og tilveruna, en þau nota töfrapenna sem vekur teikningarnar þeirra til lífsins. Skemmtilegt og fjörugt ímyndunarafl býr til kostuleg ævintýri, en samvinna og hjálpsemi kemur þeim alltaf út úr óvæntum aðstæðum.
10:30Hér er FoliVenjuleg stelpa lifir óvenjulegu lífi fyrir sakir besta vinar hennar sem er óútreiknanlegur, svívirðilegur og kostulegur talandi hestur. Sama hversu mikið hann flækir lífið hennar veit Anna að allt verður betra svo lengi sem Foli er henni við hlið.
10:55100% ÚlfurFreddi og Ýlfhamragengið þurfa að takast á við myrka galdra gegn um tíma og rúm, til að bjarga heiminum.
11:15Denver síðasta risaeðlanÍ Beinabæ býr Scott fjölskyldan. Þau hafa öðlast frægð út af einum fjölskyldumeðlimi, lítilli risaeðlu sem heitir Denver. Denver hefur alist upp með Hara en þeir fæddust sama daginn. Við fylgjumst með daglegu amstri Denvers og vina hans en daglegt líf með risaeðlu er ekkert venjulegt líf.
11:30Hunter StreetFóstursystkinin fræknu takast á við ný verkefni og leyndardómsfullar ráðgátur í þessum fyndnu og spennandi fjölskylduþáttum.
11:50Skreytum húsSoffía hjá skreytumhus.is sækir fólk heim og hjálpar því að finna lausnir á því hvernig er hægt að gjörbreyta ásýnd heimilisins án þess að fara í miklar framkvæmdir. Soffía leggur áherslu á að finna persónulegan stíl og nýta það sem fyrir er og hjálpar fólki að gera fallegt heima fyrir án þess að tæma veskið.
12:05Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
12:25Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
12:45Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
13:10Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
13:30Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
13:50The TraitorsBlekkingar, lygar og svik eru þemað í þessum stórskemmtilegu raunveruleikaþáttum. 22 ókunnir einstaklingar keppast við að leysa hin ýmsu verkefni og vinna sér inn pening. Það er þó hængur á þar sem það leynast svikarar innan hópsins, sem eiga það markmið að skemma fyrir hinum. Það verða viðsnúningar, u-beygjur og allskonar uppákomur sem keppendurnir þurfa að ráða fram úr vilji þeir eiga möguleika á sigri.
14:50Shark TankStórgóðir raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
15:30NCISGeysivinsælir og léttir spennuþættir sem fjalla um félagana í rannsóknardeild bandaríska sjóhersins. Eins og áður glíma þau við flókin og hættuleg verkefni.
16:15Masterchef USAÞrettánda þáttaröðin og nú kemur í ljós í hvaða hluta Bandaríkjanna er besti maturinn. Hvaða landsvæði fær bikarinn heim til sín? Hvaðan kemur meistarakokkurinn?
16:55Elizabeth: A Portrait in PartHeimildarmynd frá 2022 um líf Elísabetar Englandsdrottningar, sem sýnir hana á annan og persónulegri hátt en við vorum vön að sjá hana. Elísabet er sá þjóðhöfðingi Bretlands sem ríkt hefur lengst allra og er sömuleiðis sá kvenkyns leiðtogi sem setið hefur lengst í embætti í sögunni.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
19:00The Graham Norton ShowSpjallþáttur írska grínistans Graham Norton. Þar sem hann, á sinn skemmtilega hátt, segir brandara og spjallar við frægt fólk.
19:50Just Go With ItSkemmtileg gamanmynd með þeim Adam Sandler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum. Lýtalæknir í helgarfríi á Hawaii neyðist til að sannfæra hliðholla aðstoðarkonu sína að bjarga sér úr lygavef sem hann hefur spunnið fyrir unga kærustu sína.
21:40Snow White and the HuntsmanMögnuð mynd þar sem klassíska sagan um Mjallhvíti og vondu stjúpmóðurina lifnar hér á hvíta tjaldinu á eftirminnilegan hátt. Kristen Stewart og Charlize Theron í aðalhlutverkum.
23:50Mulholland Dr.Kyngimögnuð mynd með Naomi Watts og Laura Harring í aðalhlutverkum. Rita lifir af hræðilegt bílslys en hefur misst minnið. Líf hennar tvinnast saman við unga konu, Betty, sem er að reyna að slá í gegn í Hollywood. Saman flakka þær um Los Angeles og reyna þær að leita svara en komast fljótt að því að ekkert er það sem það sýnist.
02:10AmbulanceStórgóð hasarmynd frá 2022 með Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Fyrrverandi hermanninum Will Sharp vantar sárlega fé til að greiða sjúkrakostnað eiginkonunnar. Hann leitar hjálpar hjá ættleiddum bróður sínum Danny, en hann er glæpamaður og gefur Will þann valkost að aðstoða hann í bankaráni til að vinna sér inn peninginn.