Stöð 2 07:50HeimsóknFrábærir þættir með Sindra Sindrasyni. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram því besta í viðmælendum sínum. Í þessari þáttaröð fylgjumst við með nokkrum vel heppnuðum framkvæmdum fyrir og eftir.
08:10Shark TankStórgóðir og spennandi raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
08:55Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:15Family LawLögfræðidrama um hóp breyskra systkina sem starfa saman í semingi við lögfræðifyrirtæki föður síns í miðborg Vancouver.
10:00The Night ShiftÞriðja þáttaröð þessara spennandi læknaþátta sem gerist á bráðamóttökunni í San Antonio og fjallar um ástir og örlög læknanna.
10:40Um land alltKristján Már Unnarsson heimsækir Mýrdal, syðstu sveit landsins. Þar hefur hefðbundinn búskapur verið að víkja fyrir ferðaþjónustu og bændur byggt upp öflugan hótel- og veitingarekstur. Náttúruperlur eins og Dyrhólaey og Reynisfjara draga að ferðamenn en einnig gamalt flugvélarflak. Mýrdælingar halda þó enn tryggð við kýr og kindur og grænmetisrækt.
11:20Aðventan með Völu MattStórgóðir þættir með Völu Matt þar sem við fáum hugmyndir um það hvernig við getum haft það notalegt á aðventunni og jólunum. Flottir hönnuðir og einstaklingar gefa okkur hugmyndir að fallegum jólaskreytingum heimilisins. Innanhússarkitekt gefur litaráðgjöf til að mála fyrir jólin. Við sjáum hvernig við getum pakkað inn jólagjöfunum á fallegan og óvenjulegan hátt. Skoðum hvernig við getum skreytt jólaborðin. Við fáum leiðbeiningar til að minnka jólastressið. Jólafötin og jólatískan verða skoðuð. Svo fáum við girnilegar jóla mataruppskriftir fyrir hátíðirnar og margt fleira skemmtilegt.
11:40Top 20 FunniestSprenghlægilegir þættir fyrir alla fjölskylduna með skrítnustu, fyndustu og neyðarlegustu myndbandsupptökurnar sem gerðar hafa verið.
12:20The Graham Norton ShowSpjallþáttur írska grínistans Graham Norton. Þar sem hann, á sinn skemmtilega hátt, segir brandara og spjallar við frægt fólk.
13:10Fyrsta blikiðÞað má sjá stjörnur í augum þegar hin stórskemmtilega Vala hittir víkinginn Frey í fyrsta skipti. Hin yndælu Bjarki og Jónína stíga bæði stórt skref á einlægu stefnumóti sínu en bæði eiga þau löng hjónabönd að baki.
13:50Feðgar á ferðÞriðja þáttaröð þessara frábæru þátta þar sem feðgarnir Magnús Hlynur og Fannar Freyr ferðast um landið sunnanvert og taka hús á skemmtilegu fólki sem á það sameiginlegt að hafa einstaklega jákvæða sýn á lífið. Eins og þeim einum er lagt ná feðgarnir alltaf að líta á björtu hliðarnar og hafa sérstaka hæfileika til þess að draga það besta úr hversdagsleikanum.
14:10SkítamixEdda Falak hefur verið að taka til hendinni í þjóðfélagsumræðunni síðustu misseri. Nú var komið að því að taka til hendinni heimafyrir og var Dóri fljótur að bjóða sér í heimsókn.
14:40The Masked SingerÖðruvísi söngvakeppni þar sem grímuklæddir, frægir einstaklingar keppa sín á milli. Tólf keppendur klæða sig upp í kostulega búninga til að fela hverjir þeir eru. Einn dettur út í viku hverri og þarf þá að lyfta hulunni af því hver hann er. Joel Dommett er kynnir þáttanna og sér um að skemmta áhorfendum ásamt frábærum dómurum.
15:45Jóladagatal Árna í ÁrdalÓmissandi aðventuþættir með Árna Ólafi úr Hinu blómlega búi. Hér mun hann koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna.
15:55HeimsóknFrábærir þættir með Sindra Sindrasyni. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram því besta í viðmælendum sínum. Í þessari þáttaröð fylgjumst við með nokkrum vel heppnuðum framkvæmdum fyrir og eftir.
16:15Kvöldstund með Eyþóri IngaEyþór Ingi er hér í banastuði ásamt einvalaliði tónlistarfólks. Það er alltaf stutt í grínið hjá okkar manni og fyrir vikið eru þessi þættir ekki aðeins stútfullir af frábærri tónlist heldur líka skemmtun sem svíkur hvorki áhorfendur í sal né þá sem heima sitja.
17:10DýraspítalinnVið kynnumst lífinu á dýraspítölunum og þeim áskorunum sem dýrin og eigendur þeirra sem þangað leita þurfa að mæta. Hittum fólkið sem vinnur við að bjarga dýrunum okkar og fræðumst um dýrin sem gefa okkur svo mikið.
18:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
19:00The CleanerÞað er jóladagur og Wicky er að gera sig kláran í vinna jólahappdrætti Weasel og fá hest í verðlaun. Það eina sem stendur í vegi fyrir honum er blóðugur glæpavettvangur í ísbúð og kúnni sem lætur ekki morð stöðva sig í að fá hinn fullkonma ís.
19:40Búðu til plássSöfnunar- og skemmtiþáttur í tilefni af 20 ára afmæli UNICEF á Íslandi. Um er að ræða sögulegan viðburð í íslensku sjónvarpi sem sýndur er í beinni útsendingu á RÚV, Sjónvarpi Símans og á Stöð 2.
22:25KrampusGrínhrollvekjan Krampus er heldur betur óvenjuleg jólamynd, en í henni kynnumst við hinum unga Max og fjölskyldu hans sem safnast hefur að venju saman í tilefni hátíðarinnar til að halda hefðbundin jól. Vandamálið er að sumum fjölskyldumeðlimunum kemur ekkert allt of vel saman sem fer óskaplega í taugarnar á Max með þeim afleiðingum að hann afneitar jólunum og um leið jólasveininum. Hann veit auðvitað ekki að þar með er hann kominn á heimsóknarlista jólapúkans Krampusar sem veit fátt skemmtilegra en að líta við hjá fólki og hræða það upp úr skónum.
23:55The Green KnightHér segir frá Sir Gawain, hinum fremur kærulausa og stíflynda frænda Arthúrs konungs, sem heldur af stað í leiðangur til að skora hinn sögufræga Græna riddara á hólm. Gawain berst við drauga, risa og þjófa á leið sinni, en ferðin mun verða mikill prófsteinn á hugprýði Gawain, í augum fjölskyldu hans og konungsdæmisins alls.
02:00FlashbackFrederick Fitzell lifir sínu góðu lífi þar til hann fer að sjá hræðilegar sýnir um Cindy, stúlku sem hvarf í menntaskóla. Hann leitar til gamalla vina sem hann tók eitt sinn dularfullt eiturlyf með, Mercury. Frederick kemst þó að því að svörin við ráðgátunni er að finna djúpt innra með honum sjálfum.
03:35The Graham Norton ShowSpjallþáttur írska grínistans Graham Norton. Þar sem hann, á sinn skemmtilega hátt, segir brandara og spjallar við frægt fólk.