RÚV 13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
14:00Það sem lífið snýst umDönsk heimildarmynd frá 2020 þar sem sjö einstaklingar sem hafa upplifað að vera nær dauða en lífi deila reynslu sinni. Þau eru sammála um að þessi lífsreynsla hafi opnað augu þeirra fyrir hvað er það mikilvægasta í lífinu.
15:00Jólin hjá Mette BlomsterbergMette Blomsterberg er komin í jólaskap. Hún bakar og skreytir eins og henni einni er lagið og fyllir heimilið af jólaangan og stemningu.
15:30LandakortValin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Ritstjórn: Gísli Einarsson.
15:40Randalín og MundiNý íslensk gamansöm þáttaröð fyrir alla fjölskylduna verður á dagskrá RÚV alla daga fram að jólum. Þættirnir eru byggðir á vinsælum bókum eftir Þórdísi Gísladóttur um vinina Randalín og Munda, fjölskyldur þeirra og ævintýrin sem þau lenda í. Höfundar ásamt Þórdísi eru Ilmur Kristjánsdóttir og Saga Garðarsdóttir og leikstjórar Silja Hauksdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir.
15:51Sebastian og villtustu dýr AfríkuVið höfum séð Sebastian Klein vera bitinn, brenndan og stunginn - en nú fer hann til Afríku og kynnist áhugaverðum dýrum. e.
16:01TímaflakkiðDanskt jóladagatal um hina 13 ára Sofie sem á sér þann draum heitastan að sameina fjölskyldu sína um jólin, en foreldrar hennar höfðu skilið nokkru áður. Með aðstoð tímavélar ferðast Sofie aftur í tímann þar sem hún ætlar að hafa áhrif á örlagavefinn, en þegar þangað er komið mætir hún óvæntum hindrunum. Aðalhlutverk: Bebiane Ivalo Kreutzmann og Hannibal Harbo Rasmussen.
16:25Jólamolar KrakkaRÚVAllskonar skemmtilegir og jólalegir molar úr sögu Stundarinnar okkar.
Dagskrárgerð: Karl Pálsson e.
16:50Grænland - ÍslandBein útsending frá leik Grænlands og Íslands í Forsetabikarnum á HM kvenna í handbolta.
18:35JólaminningarJólaminningar úr safni RÚV.
18:40Bækur og staðirEgill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05Okkar á milliSigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
20:35Martin Clunes: KyrrahafseyjarHeimildarþættir frá 2022. Leikarinn Martin Clunes heldur á vit ævintýranna í leit að hinu eina sanna Kyrrahafi. Ferðalagið, sem er innblásið af Kontiki-leiðangrinum, hefst í Frönsku-Pólýnesíu og endar á Galapagoseyjum.
21:25Nördar - ávallt reiðubúnirSænskir þættir frá 2021. Fjölskyldur prófa alls kyns afþreyingu í von um að finna áhugamál sem öll fjölskyldan getur stundað saman.
22:20LögregluvaktinLeikin þáttaröð um líf og störf lögreglumanna í Chicago. Aðalhlutverk: Jason Beghe, Jon Seda og Jesse Lee Soffer. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
23:05EndurskinNorsk leikin þáttaröð um Ester, lífsglaða þriggja barna móður sem býður vinum og ættingjum í heljarmikla veislu í tilefni af fertugsafmæli sínu. Veislan tekur óvænta stefnu þegar gestirnir komast óvart á snoðir um leyndarmál sem snýr að gestgjafanum. Aðalhlutverk: Nina Ellen Ødegaard, Thorbjørn Harr, Sara Khorami, Per Kjerstad, Hermann Sabado og Hanne Skille Reitan. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. e.