RÚV13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35VeiðikofinnVeiðiþættir í umsjá bræðranna Gunnars og Ásmundar Helgasona. Í þáttunum fara þeir á ýmsa veiðistaði, fá aðstoð sérfræðinga og heimafólks og veiða meðal annars ísaldarrurriða á flugu, þorsk af kajak, lax á Vesturlandi, silung á fjöllum og hákarl úr fjöru. Þeir elda allt sem þeir veiða, þó við misjafnar aðstæður og með misjöfnum árangri. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
14:00Gettu betur 2022Spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Laufey Haraldsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson og Sævar Helgi Bragason. Spyrill er Kristjana Arnarsdóttir. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
15:00MannflóranHeimildarþættir um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Mannflóran er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og þjóðarímyndin breytist með auknum fjölda fólks af erlendum uppruna. Ljósi er varpað á erfiðleikana sem fólk af erlendum uppruna mætir í íslensku samfélagi og fjallað um kosti fjölmenningar. Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.
15:35Sagan bak við smellinn - Take My Breath AwaySænsk heimildarþáttaröð um tilurð frægra popplaga.
16:05DjöflaeyjanFjallað verður um leiklist, kvikmyndir og myndlist með upplýsandi og gagnrýnum hætti. Einnig verður farið yfir feril einstakra listamanna. Umsjónarmenn eru Þórhallur Gunnarsson, Sigríður Pétursdóttir, Vera Sölvadóttir og Guðmundur Oddur Magnússon. Dagskrárgerð: Guðmundur Atli Pétursson.
16:45Í garðinum með Gurrý IIIÞáttaröð í umsjón Guðríðar Helgadóttur garðyrkjufræðings þar sem hún sýnir áhorfendum réttu handtökin við garðyrkjustörfin. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
17:15Hrefna Sætran grillarMeistarakokkurinn Hrefna Sætran býður landsmönnum heim til sín á pallinn í Litla-Skerjafirði. Þar ætlar hún að grilla gómsæta rétti sem auðvelt er að útbúa. Nautakjöt, fiskur, lambakjöt, grænmeti, kjúklingur, svínakjöt og ávextir verða í aðalhlutverki í þessum sólríka og skemmtilega grillþætti.
Dagskrárgerð: Kristófer Dignus.
Framleiðandi: Stórveldið.
17:40GönguleiðirÞættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
18:08Bursti - Í strandferðBursti er forvitinn og þrjóskur broddgöltur sem býr þar sem litlir hlutir eru stórir.
18:11Tölukubbar - HnoðrarLærið um tölustafina með Tölukubbunum!
18:26Tillý og vinirTillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.
18:38BlæjaDaglega lífið hjá Hælbein fjölskyldunni heldur áfram sinn vanagang. En þegar Blæja og Bára eiga í hlut þá er enginn dagur rólegur.
18:45SímonSímon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir.
19:00Dæmalaus dýrBreskir heimildarþættir frá 2020. Getur smokkfiskur sökkt skipi? Er kóngulóarvefur sterkari en stál? Vinirnir Tim Warwood og Adam Gendle hætta lífi sínu til að komast að athyglisverðum sannleika um hin ýmsu dýr.
19:55Ljósmyndarar á framandi slóðumFranskir heimildarþættir frá 2021. Fylgst er með fimm ljósmyndurum sem hafa tengst samfélögunum sem þau mynda sterkum tilfinningaböndum síðustu áratugi.
20:25ÓlympíukvöldRÚV rifjar upp sögu Ólympíuleikanna, allt frá upphafinu til 2016. Við upplifum ógleymanleg augnablik með keppendum, sérfræðingum og íþróttafréttamönnum sem voru á staðnum og okkar allra besti frjálsíþróttalýsandi, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, ræðir stærstu afrekin eins og honum einum er lagið. Umsjón: Kristjana Arnarsdóttir. Dagskrárgerð: María Björk Guðmundsdóttir og Óskar Þór Nikulásson.
21:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
21:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
21:40BlóðlöndBreskir sakamálaþættir frá 2021. Rannsóknarlögreglumaðurinn Tom Brannick rannsakar hvarf fyrrum meðlims IRA. Hann neyðist til að horfast í augu við fortíðina þegar hann áttar sig á að málið tengist gömlu óleystu sakamáli sem tengist honum persónulega. Aðalhlutverk: James Nesbitt, Lorcan Cranitch og Charlene McKenna. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:40John Williams og BerlínarfílharmóníanTónleikar frá 2021 þar sem tónskáldið John Williams stjórnaði Berlínarfílharmóníunni í fyrsta skipti. Flutt er fjölbreytt úrval þekktustu kvikmyndatónlistar Williams.