RÚV 13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35Gettu betur 2024Spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson. Stjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
14:45Kaupmannahöfn - höfuðborg ÍslandsGuðjón Friðriksson og Egill Helgason leiða áhorfendur um söguslóðir í Kaupmannahöfn. Borgin við Sundið var um aldaraðir hin eiginlega höfuðborg Íslands. Þangað leituðu Íslendingar til náms, starfa og fræðiiðkana, en Kaupmannahöfn var líka miðstöð verslunar Íslendinga. Við kynnumst Íslandskaupmönnum, stúdentum, sérvitringum, skáldum og stjórnmálamönnum, en líka fólki sem fór til Hafnar að afla sér iðnmenntunar eða einfaldlega til að freista gæfunnar. Víða í borginni leynast sögur af Íslendingum. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
15:10Spaugstofan 2003-2004Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.
15:35Matur með KiruMatreiðsluþættir með finnsku matreiðslukonunni Kiru sem töfrar fram ólíka rétti frá San Francisco.
16:05TónatalMatthías Már Magnússon tekur á móti tónlistarfólki sem veitir innsýn í líf sitt og flytur nokkur af vinsælustu lögunum sínum í bland við nýjar ábreiður. Í þáttunum fá áhorfendur að sjá nýjar hliðar á mörgu af áhugaverðasta tónlistarfólki landsins.
17:00Fyrir alla muniÞáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
17:30Nördar - ávallt reiðubúnirSænskir þættir frá 2021. Fjölskyldur prófa alls kyns afþreyingu í von um að finna áhugamál sem öll fjölskyldan getur stundað saman.
18:01Strumparnir - VöffluveislaGlænýir þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ. e.
18:12StrumparnirGlænýir þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
18:23Hinrik hittirHinrik hittir einhvern nýjan á hverjum degi og lendir í ótrúlegustu uppákomum. e.
18:28Friðþjófur forvitniFriðþjófur býr ásamt Manninum með gula hattinn í íbúð í borginni, en stundum fara þeir í sveitina og búa þar á litlum sveitabæ.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:40SurtseyHeimildarmynd um Surtsey eftir Gísla Einarsson og Magnús Atla Magnússon. Myndin var gerð í tilefni af því að 60 ár eru síðan eldgosið sem myndaði Surtsey hófst. Frá upphafi hefur vísindafólk fylgst grannt með framgangi náttúrunnar í Surtsey, allt frá því að fyrsta plantan nam þar land til dagsins í dag þegar fjölbreytt plöntu- og dýralíf er í eynni. Saga Surtseyjar er rifjuð upp í árlegum vísindaleiðangri á vegum Surtseyjarfélagsins sumarið 2023. e.
20:40Útivist með Peltsi og TomFinnsku útivistakapparnir Peltsis og Tom gefa góð ráð til þeirra sem vilja njóta náttúrunnar á fjölbreyttan hátt. Fjallað er um skoðunarferðir með fjölskyldunni, náttúruhlaup, hjólreiðar, veiðar og fleira.
20:55Ikea-arfurinn - Fyrri hlutiSænskir heimildarþættir frá 2022. Eftir að Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, lést árið 2018, arfleiddi hann Norrland í Svíþjóð fúlgu fjár, en ekki Smálönd þar sem hann fæddist. Ákvörðunin vakti mikla undrun auk þess sem skiptar skoðanir voru um hvernig ætti að nota peningana.
22:20SársaukapunkturinnNýir sænskir dramaþættir. Þrír fangar sem sitja í öryggisfangelsi fá tækifæri til að leika sjálfa sig í leikriti um líf þeirra eftir heimsþekkt leikritaskáld. Fangarnir fá leyfi til að yfirgefa fangelsið til að leika í sýningunni og í kjölfarið hefst hrina hrottalegra rána. Aðalhlutverk: Maria Sid, David Dencik og Martin Nick Alexandersson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
23:20Spæjarinn í Chelsea - Ljúfur risiBreskur spennumyndaflokkur um rannsóknarlögreglumanninn Max Arnold sem býr í gömlum húsbáti en starfar í einu efnaðasta hverfi Lundúna. Þó ekki skorti auðæfin í Chelsea er þar engu að síður nóg um morð og önnur myrkraverk. Aðalhlutverk: Adrian Scarborough, Peter Bankolé og Lucy Phelps. Myndirnar eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.