Stöð 2 08:00SæfararVið fylgjumst með ævintýrum Sæfaranna sem ferðast um undirdjúpin. Í hverjum þætti hitta þau óvenjuleg en alvöru sjávardýr.
08:23PínkuponsurnarBleikur, Blár, Appelsínugulur, Gulur og Grænn eru skemmtilegar leirfígúrur sem, í gegn um leik, læra um heiminn í kring um sig. Hver þáttur snýst um fræðandi efni sem tengjast þroskaferli barna eins og samskipti, samvinna, samkennd og fjölbreytileika lífsins.
08:25Skoppa og Skrítla - Brot af því bestaÍ tilefni af fimmtán ára afmæli sínu blésu þær Skoppa og Skrítla til stórrar leikhúsveislu í Hörpu með öllu tilheyrandi. Á sviðinu lifnuðu ævintýri sl fimmtán ára við og leikhústöfrarnir færðu áhorfendur um framandi lönd í dansi og söng. Sannkölluð gleðihátíð fyrir alla fjölskylduna.
Sýningin var frumsýnd í Eldborgarsal Hörpu 20.okt 2019.
Upptaka af sýningunni var frumsýnd í Sambíóunum í desember 2020. Sérstakar sing-along sýningar fylgdu í kjölfarið og löðuðu að þúsundir gesta.
09:20Elli og LóaÍkorni og bjarnarhúni eru alin upp sem systkini í tignarlegu kastaníutré. Þau leika sér og alast upp í náttúrunni þar sem þau uppgötva hin ýmsu ævintýri. En hvað lífið er dásamlegt.
09:30SólarkanínurSkemmtilegir þættir um fimm litríkar kanínur sem eru alltaf til í ævintýri.
09:40GeimvinirÞrír bestu vinir ferðast um heima og geima í þessum ævintýralega skemmtilegu þáttum, með það markmið að eignast nýja vini frá öðrum plánetum.
09:50Soggi og læknarnir fljúgandiLæknatríóið fljúgandi hugsar um allar verur eins og t.d. hafmey, einhyrning og hnerrandi ljón. Þegar vont veður skellur á neyðast þau til að lenda í höllinni og frændi Perlu, kóngurinn, lokar hana inni.
10:15Puss in Boots: The Last WishFrábært, talsett teiknimynd frá 2022. Stígvélaði kötturinn sér að ástríða hans fyrir ævintýrum er farin að taka sinn toll. Hann hefur eytt átta af níu lífum sínum. Hann fer nú í ævintýraferð til að finna hina goðsagnakenndu Síðustu ósk til að endurheimta öll lífin sín níu.
11:55Um land alltKristján Már Unnarsson leggur land undir fót og heimsækir áhugavert fólk.
12:20Margra barna mæðurVandaður íslenskur þáttur þar sem sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hittir konur sem eignast hafa fleiri börn en gengur og gerist í dag, fylgist með heimilislífinu og forvitnast um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á stórum heimilum.
12:45Víkingur Heiðar: Sambandið dýpst við ÍslandEdda Andrésdóttir ræðir við Víking Heiðar Ólafsson um feril hans og fleira.
13:30Matarbíll EvuEva Laufey ferðast um á merktum matarbíl, heimsækir bæjarfélög og heldur sína eigin matarhátíð. Hún fær hjálp heimafólks að finna bestu hráefnin sem annað hvort eru ræktuð eða framleidd á svæðinu. Hún heldur síðan veislu með bæjarbúum um kvöldið á hverjum stað.
13:50BBQ kóngurinnBrakandi ferskir grillþættir þar sem Alfreð Fannar Björnsson sýnir okkur heitustu grillréttina. Í sínu náttúrulega umhverfi eða á pallinum heima hjá sér í Grindavík ætlar hann að reiða fram rjúkandi góðar og girnilegar grillveislur með ómótstæðilegu meðlæti sem svíkja engan!
14:05Öll þessi árEdda Andrésdóttir og Páll Magnússon fá til sín gesti sem tengdust atburðum eða fréttum valinna ára og kryfja málin í léttri sex þátta fréttatengdri mannlífs- og skemmtiþáttaröð!
14:55Öll þessi árEdda Andrésdóttir og Páll Magnússon fá til sín gesti sem tengdust atburðum eða fréttum valinna ára og kryfja málin í léttri sex þátta fréttatengdri mannlífs- og skemmtiþáttaröð!
15:44Rax AugnablikLjósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í. Rax Augnablik vann til Edduverðlauna í flokknum Menningarþáttur ársins 2021.
15:45Bara grínSprenghlægilegur og stórskemmtilegur gamanþáttur þar sem Björn Bragi Arnarsson rifjar upp bestu gamanþættina úr sögu Stöðvar 2 með myndbrotum og viðtölum við þau sem komu að gerð þáttana. Þær þáttaraðir sem teknar verða til umfjöllunnar eru Fóstbræður, Stelpurnar, 70 mínútur og Steindinn okkar auk vakta-þáttaraðanna svokölluðu; Næturvaktarinnar, Dagvaktarinnar og Fangavaktarinnar.
16:10Bara grínSprenghlægilegur og stórskemmtilegur gamanþáttur þar sem Björn Bragi Arnarsson rifjar upp bestu gamanþættina úr sögu Stöðvar 2 með myndbrotum og viðtölum við þau sem komu að gerð þáttana. Þær þáttaraðir sem teknar verða til umfjöllunnar eru Fóstbræður, Stelpurnar, 70 mínútur og Steindinn okkar auk vakta-þáttaraðanna svokölluðu; Næturvaktarinnar, Dagvaktarinnar og Fangavaktarinnar.
16:35FramkomaFjórða þáttaröð þessa stórgóðu þátta þar sem við fylgjumst með Fannari Sveinssyni hoppa inn í vinnudag þekktra einstaklinga sem starfa við að koma fram. Fannar Sveinsson fylgir þekktum einstaklingum í mismunandi störfum sem öll hafa að sameiginlegt að krefjast framkomu. Við kynnumst þeim og deginum þeirra.
17:10FréttaaukiRætt er við fólk sem dvaldi á heimilinu á Hjalteyri sem börn. Það lýsir stöðugum ótta, hörðum refsingum og kynferðisofbeldi en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur það ekki fengið hið opinbera til að rannsaka heimilið og ekki náð eyrum vistheimilisnefndar.
17:35FréttaaukiFréttastofa heldur áfram að fjalla um barnaheimilið á Hjalteyri. Rætt er við mann sem mátti þola gríðarlegt ofbeldi af hálfu hjónanna sem ráku heimilið.
17:50Tónlistarmennirnir okkarTónlistarmennirnir okkar er heimildar- og viðtalsþáttaröð þar sem sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal hittir nokkur af ástsælustu tónlistarfólki landsins, fylgir þeim eftir í leik og störfum og fer yfir feril þeirra. Viðmælendur hans eru m.a. þau Bubbi Morthens, Ragga Gísla, Helgi Björns, Birgitta Haukdal og Erpur.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:40ÚtkallSjálfur Óttar Sveinsson ræðir við söguhetjur úr Útkallsbókunum.
19:00Sjálfstætt fólkJón Ársæll heimsækir konur og karla á öllum aldri og kynnir landsmönnum nýja hlið á þeim. Sjálfstætt fólk fékk Edduverðlaunin 2003 sem besti sjónvarpsþátturinn.
19:40The Dog HouseRaunveruleikaþættir um starfsfólk Wood Green sem er góðgerðastofnun sem sérhæfir sig í að finna hið fullkomna heimili fyrir heimilislausa hunda. Ómissandi þáttur fyrir alla dýravini.
20:25La BreaÞegar risa hyldýpi opnast á dularfullan hátt í Los Angeles gleypir það í sig nokkrar blokkir og allt og alla á því svæði. Fólkið sem hylurinn nær vaknar upp á frumstæðum stað, með ókunnugu fólki, sem þarf að vinna saman til að lifa af og leita svara við því hvar þau eru og hvort það sé einhver leið að komast aftur heim.
21:10The SopranosMagnaður og margverðlaunaður þáttur frá HBO þar sem fylgst er með fjölskyldumanninum og mafíuforingjanum Tony Soprano í daglegu lífi. Þrátt fyrir að hafa átt mikillar velgengni að fagna í starfi og eiga góða fjölskyldu er hann þjáður á sálinni og á stöðugt í vandræðum með að finna jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þættirnir eru margverðlaunaðir og hafa fáar þáttaraðir hlotið jafn mikið lof.
22:00The SopranosMagnaður og margverðlaunaður þáttur frá HBO þar sem fylgst er með fjölskyldumanninum og mafíuforingjanum Tony Soprano í daglegu lífi. Þrátt fyrir að hafa átt mikillar velgengni að fagna í starfi og eiga góða fjölskyldu er hann þjáður á sálinni og á stöðugt í vandræðum með að finna jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þættirnir eru margverðlaunaðir og hafa fáar þáttaraðir hlotið jafn mikið lof.
22:5060 MinutesVandaður þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi þar sem reyndustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heimsþekkt fólk.
23:35SurrealEstateKómískir og dularfullir þættir um fasteignasalan Nick Roman og teymið hans en þau sérhæfa sig í "frumspekilegum eignum" eða m.ö.o. draugahúsum.
00:15BurðardýrÞáttaröðin Burðardýr fjallar um einstaklinga úr íslenskum veruleika sem flækst hafa inn í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. Í hverjum þætti heyrum við einstakling segja sína sönnu sögu. Skipuleggjendur eiturlyfjasmygls nýta sér neyð fórnarlamba, nota hótanir og ofbeldi til að fá vilja sínum framgengt. Í þáttunum kynnumst við manneskjunum á bakvið fyrirsagnirnar, fólkinu sem við köllum burðardýr. Atriði í þættinum eru ekki við hæfi ungra barna.
00:55Öll þessi árEdda Andrésdóttir og Páll Magnússon fá til sín gesti sem tengdust atburðum eða fréttum valinna ára og kryfja málin í léttri sex þátta fréttatengdri mannlífs- og skemmtiþáttaröð!
01:45Öll þessi árEdda Andrésdóttir og Páll Magnússon fá til sín gesti sem tengdust atburðum eða fréttum valinna ára og kryfja málin í léttri sex þátta fréttatengdri mannlífs- og skemmtiþáttaröð!
02:30Tónlistarmennirnir okkarTónlistarmennirnir okkar er heimildar- og viðtalsþáttaröð þar sem sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal hittir nokkur af ástsælustu tónlistarfólki landsins, fylgir þeim eftir í leik og störfum og fer yfir feril þeirra. Viðmælendur hans eru m.a. þau Bubbi Morthens, Ragga Gísla, Helgi Björns, Birgitta Haukdal og Erpur.